Berjumst gegn bakslaginu Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. apríl 2021 15:01 Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mannréttindi Píratar Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun