Fjölmargar skotárásir í Bandaríkjunum á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 12:41 Frá kröfugöngu um lagabreytingar varðandi byssueign í Bandaríkjunum árið 2018. AP/John Minchillo Eftir tiltölulega rólegt ár í fyrra virðist mannskæðum skotárásum fara hratt fjölgandi í Bandaríkjunum. Átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í nótt og fimm voru fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira
Minnst einn hinna særðu er í alvarlegu ástandi. Skothríðin fór fram í vöruhúsi FedEx og er árásarmaðurinn í Indianapolis er sagður hafa beint byssu sinni að sjálfum sér. Samkvæmt frétt New York Times er ekki búið að bera kennsl á manninn og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Lögreglan er að störfum og er búist við frekari upplýsingum í dag. Hér má sjá stutt viðtal við mann sem var í vöruhúsin þegar árásin hófst. Witness to mass shooting at Indianapolis FedEx facility describes how he had just sat down to eat lunch with a coworker when the shots rang out. https://t.co/qKDnGcMFsB pic.twitter.com/lMZaHdSfBL— ABC News (@ABC) April 16, 2021 Gun Violence Archive, sem AP fréttaveitan vitnar í, segir 147 skotárásir, þar sem minnst fjórir verða fyrir skoti, hafa átt sér stað í Bandaríkjunum það sem af sé þessu ári. Meðal þeirra sem hafa verið mest áberandi var árásin í Atlanta í síðasta mánuði. Þá skaut ungur maður átta manns til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árás á þrjár mismunandi nuddstofur. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Viku síðar ruddist þungvopnaður maður inn í stórmarkað í Boulder í Colorado og skaut tíu manns til bana. Þar á meðal lögregluþjón sem var fyrstur til að mæta á vettvang. Tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: „Ég var næstum drepinn fyrir að ná mér í gos og poka af kartöfluflögum“ Nokkrum dögum eftir það, í lok mars, skaut maður fjóra til bana og særði einn í skrifstofubyggingu í Kaliforníu. Meðal fórnarlamba hans var níu ára gamalt barn sem fannst í fangi móður sinnar. Hún var sú eina sem lifði árásina af. Sá var svo særður í skotbardaga við lögreglu. Hann þekkti fórnarlömb sín persónulega og hefur lögreglan sagt að viðskiptadeildur hafi leitt til árásarinnar. Sjá einnig: Barn meðal látinna í þriðju fjöldaskotárásinni á innan við mánuði Þá virðist sem að komiðo hafi verið í veg fyrir enn eina skotárás á flugvelli í San Antonio í Texas í gær. Árásarmaður var skotinn til bana eftir að hann hóf skothríð fyrir utan flugvöllinn. Maðurinn hafði keyrt gegn einstefnu í átt að flugstöð flugvallarins og tók lögregluþjónn á móti honum þar fyrir utan. Þegar lögregluþjónninn kallaði á manninn, hóf hann skothríð að lögregluþjóninum og öðrum. Maðurinn var skotinn til bana en einn borgari særðist og annar slasaðist við að flýja af vettvangi. ABC News sögðu frá því í gær að maðurinn hefði verið vopnaður .45 kalibera skammbyssu og hefði verið með mikið af skotfærum í fórum sínum. Lögreglan telur að mörgum lífum hafi verið bjargað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17 Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36
Leiddur fyrir dómara grunaður um skotárásina í Boulder Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í matvöruverslun í Boulder í Colorado-ríki í Bandaríkjunum var leiddur fyrir dómara í fyrsta sinn í dag. 25. mars 2021 23:17
Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. 23. mars 2021 12:24