Handteknir grunaðir um aðild að mannráni á átta ára stúlku Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2021 21:51 Stúlkan var tekin af heimili ömmu sinnar á þriðjudag. Getty Fjórir menn eru nú í haldi frönsku lögreglunnar vegna gruns um aðild að þaulskipulögðu mannráni á átta ára stúlku. Stúlkan heitir Mia og er talin vera með móður sinni, sem lögreglu grunar að hafi fyrirskipað mannránið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mennirnir fjórir, sem eru á aldrinum 23 til 60 ára, segjast hafa verið fengnir til verksins á Internetinu en þeir eiga engan sakaferil að baki. Móðir Miu, hin 28 ára gamla Lola Montemaggi, er talin hafa farið með stúlkuna úr landi en hún missti forræðið eftir að hafa sagst vilja „lifa á jaðri samfélagsins“ og láta sig hverfa. Síðan þá hefur amma stúlkunnar verið með forræði. Mia var því hjá ömmu sinni þegar hún var tekin. Þrír menn komu á heimili þeirra á þriðjudag, sögðust vera frá barnaverndaryfirvöldum og tóku Miu með sér. Við húsleit á heimili eins sakbornings fannst handrit sem talið er að þeir hafi stuðst við þegar þeir tóku stúlkuna af heimilinu. Að sögn yfirvalda beittu mennirnir ekki valdi þegar stúlkan var tekin, en lögregla fann þó efni sem er notað við sprengjugerð við húsleit annars sakbornings. Franska lögreglan lýsti eftir stúlkunni á landsvísu eftir að tilkynnt var um mannránið en tilkynningin var síðar dregin til baka. Þá hefur yfirvöldum í Þýskalandi, Sviss og Belgíu verið gert viðvart. Four men held over abduction of girl aged eightMia was taken from her grandmother's home as part of a plot ordered by her mother, prosecutors say https://t.co/cEM049ExBk— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2021 Frakkland Belgía Sviss Þýskaland Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mennirnir fjórir, sem eru á aldrinum 23 til 60 ára, segjast hafa verið fengnir til verksins á Internetinu en þeir eiga engan sakaferil að baki. Móðir Miu, hin 28 ára gamla Lola Montemaggi, er talin hafa farið með stúlkuna úr landi en hún missti forræðið eftir að hafa sagst vilja „lifa á jaðri samfélagsins“ og láta sig hverfa. Síðan þá hefur amma stúlkunnar verið með forræði. Mia var því hjá ömmu sinni þegar hún var tekin. Þrír menn komu á heimili þeirra á þriðjudag, sögðust vera frá barnaverndaryfirvöldum og tóku Miu með sér. Við húsleit á heimili eins sakbornings fannst handrit sem talið er að þeir hafi stuðst við þegar þeir tóku stúlkuna af heimilinu. Að sögn yfirvalda beittu mennirnir ekki valdi þegar stúlkan var tekin, en lögregla fann þó efni sem er notað við sprengjugerð við húsleit annars sakbornings. Franska lögreglan lýsti eftir stúlkunni á landsvísu eftir að tilkynnt var um mannránið en tilkynningin var síðar dregin til baka. Þá hefur yfirvöldum í Þýskalandi, Sviss og Belgíu verið gert viðvart. Four men held over abduction of girl aged eightMia was taken from her grandmother's home as part of a plot ordered by her mother, prosecutors say https://t.co/cEM049ExBk— BBC News (World) (@BBCWorld) April 16, 2021
Frakkland Belgía Sviss Þýskaland Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira