Fótbolti

Tap hjá Guðmundi og New York í fyrsta leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City FC sem tapaði fyrir DC United í nótt.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City FC sem tapaði fyrir DC United í nótt. Getty/Tim Bouwer

MLS deildin í Bandaríkjunum er farin af stað og Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City FC sem heimsótti DC United í nótt. Guðmundur og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 tap í fyrsta leik tímabilsins.

Fyrsta mark leiksins skoraði Valentin Castellanos á 15. mínútu fyrir gestina eftir stoðsendingu frá Anton Tinnerholm.

Brendan Hines-Ike jafnaði fyrir heimamenn á 39. mínútu áður en Russel Canouse kom DC United yfir rétt fyrir hálfleik.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og Guðmundur var tekinn af velli á 71. mínútu. Niðurstaðan því 2-1 tap New York í fyrsta leik tímabilsins.

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×