Herrera er einn af fyrstu fótboltamönnum sem lætur í sér heyra vegna stofnunar ofurdeildarinnar. Tólf félög sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi að þau hefðu stofnað nýja ofurdeild til höfuðs Meistaradeild Evrópu.
Herrera setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann gagnrýndi stofnun ofurdeildarinnar.
„Ég varð ástfanginn af fótbolta stuðningsfólksins, drauminn að sjá liðið næst hjarta mínu keppa við þau bestu. Ef þessi ofurdeild verður að veruleika eru þessir draumar úr sögunni, félaganna sem teljast ekki risar að taka þátt í bestu keppninni,“ skrifaði Baskinn.
„Ég elska fótbolta og get ekki staðið hljóður hjá. Ég trúi á betrumbætta Meistaradeild en ekki á þá ríku að stela því sem fólkið bjó til, sem er ekkert annað en fallegasta íþrótt á jörðinni.“
— Ander Herrera (@AnderHerrera) April 19, 2021
Einhverjum þykir holur hljómur í gagnrýni Herreras enda leikur hann með einu ríkasta félagi í heimi, PSG, sem er í eigu auðmanna frá Katar. PSG er þó ekki í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar.
PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Manchester City.