62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 10:07 Komufarþegar til landsins eiga þess nú kost að fara á sóttvarnarhótel endurgjaldslaust. Vísir/Egill Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ríflega 62 prósent hefðu hins vegar kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Loks hefðu tæplega fjögur prósent kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar. Hátt í níu af hverjum tíu tóku afstöðu til þess hver fullyrðinganna lýsti best þeirra skoðun. Um fimm prósent sögðu enga þeirra lýsa sinni skoðun og tæplega 6% til viðbótar tóku ekki afstöðu. Með nýjum reglum á landamærum sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn var farþegum sem komu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum gert að dvelja í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli. Eftir kærur frá farþegum kvað héraðsdómur hins vegar upp þann úrskurð að ekki væri lagaheimild fyrir reglunum. Eftir að Landsréttur hafði vísað frá kæru sóttvarnarlæknis á úrskurði Héraðsdóms tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi þann 9. apríl, en hún fól í sér að komufarþegar sem ættu að fara í sóttkví gætu verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Spurt var, hvaða skoðun hafa landsmenn? Ég er sátt(ur) við nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem felur í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Ég hefði kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð Ég hefði kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar Ekki er marktækur munur á svörum fólks eftir kyni, aldri, búsetu, menntun eða tekjum en töluverður munur eftir því hvaða flokk það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn skera sig nokkuð úr. Tæplega 46% þeirra vilja að komufarþegum frá hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví á sóttvarnarhóteli og lögum breytt til að heimila það, á meðan um 61-73% þeirra sem kysu aðra flokka vilja það. Eins eru nær 49% Sjálfstæðismanna sátt við reglugerð sem heimilar komufarþegum að vera í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á meðan þeir sem kysu aðra flokka eru ólíklegri til að vera sáttir við hana. Tæplega 16% þeirra sem kysu Pírata eru sátt við reglugerðina og 24% þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn, en um 30-38% þeirra sem kysu aðra flokka. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Ríflega 62 prósent hefðu hins vegar kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Loks hefðu tæplega fjögur prósent kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar. Hátt í níu af hverjum tíu tóku afstöðu til þess hver fullyrðinganna lýsti best þeirra skoðun. Um fimm prósent sögðu enga þeirra lýsa sinni skoðun og tæplega 6% til viðbótar tóku ekki afstöðu. Með nýjum reglum á landamærum sem tóku gildi 1. apríl síðastliðinn var farþegum sem komu til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum gert að dvelja í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli. Eftir kærur frá farþegum kvað héraðsdómur hins vegar upp þann úrskurð að ekki væri lagaheimild fyrir reglunum. Eftir að Landsréttur hafði vísað frá kæru sóttvarnarlæknis á úrskurði Héraðsdóms tók ný reglugerð heilbrigðisráðherra gildi þann 9. apríl, en hún fól í sér að komufarþegar sem ættu að fara í sóttkví gætu verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Spurt var, hvaða skoðun hafa landsmenn? Ég er sátt(ur) við nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem felur í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Ég hefði kosið að komufarþegum til Íslands frá skilgreindum hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví undir eftirliti á sóttvarnahóteli, og gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð Ég hefði kosið að komufarþegar til Íslands sem ættu að fara í sóttkví hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar Ekki er marktækur munur á svörum fólks eftir kyni, aldri, búsetu, menntun eða tekjum en töluverður munur eftir því hvaða flokk það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn skera sig nokkuð úr. Tæplega 46% þeirra vilja að komufarþegum frá hááhættusvæðum yrði gert að vera í sóttkví á sóttvarnarhóteli og lögum breytt til að heimila það, á meðan um 61-73% þeirra sem kysu aðra flokka vilja það. Eins eru nær 49% Sjálfstæðismanna sátt við reglugerð sem heimilar komufarþegum að vera í sóttkví í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum á meðan þeir sem kysu aðra flokka eru ólíklegri til að vera sáttir við hana. Tæplega 16% þeirra sem kysu Pírata eru sátt við reglugerðina og 24% þeirra sem kysu Framsóknarflokkinn, en um 30-38% þeirra sem kysu aðra flokka.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira