Bólusetja í stórum stíl undir sinfóníutónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:43 Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði fyrir fólk í bólusetningu í Laugardalshöll í morgun. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira