Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2021 11:16 Formenn stjórnarflokkanna kynntu nýjustu aðgerðir stjórnvalda í Hörpu í gær. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar er bandormur sem Svandís Svararsdóttir mælir fyrir en það nær einnig til heimilda sem heyra undir dómsmálaráðherra. Þá verður frumvarp þingmanna Samfylkingarinnar um almenna heimild til að skylda ferðamenn til dvalar í sóttvarnahúsi einnig tekið fyrir á Alþingi í dag. Auknar heimildir til stjórnvalda til setningar reglugerða um sóttvarnahús og fleira samkvæmt frumvarpi heilbrigðsráðherra eru tímabundnar frá morgundeginum til og með 30. júní. Hægt verði að skylda ferðamann sem kemur frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið, að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi. Katrín Jakobsdóttir undirstrikar að staðan nú sé gerólík því sem hún var síðasta haust vegna þess hversu vel hafi gengið að bólusetja viðkvæmustu hópana.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur þessar reglur ekki óþarflega flóknar. Aðgerðir sem hafi skýran tilgang virki. „Það sem við erum að gera með þessu er að leggja okkar eigið mat á þessi svæði þaðan sem fólk er að fljúga frá til Íslands. Við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þau og segja; yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhúsi meginregla,“ segir Katrín. Þá verður dómsmálaráðherra heimilt að fenginni tillögu sóttvarnalæknis að setja reglugerð sem bannar fólki að koma til landsins þrátt fyrir að það uppfylli almenn komuskilyrði gildandi laga og reglugerðar um för yfir landamæri. Þetta á við þegar fólk er að koma frá eða hefur dvalið á hááhættusvæði eða fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir um svæðið sem það kemur frá. Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Alþingi afgreiðir væntanlega í dag verða tímabundnar heimildir til dómsmálaráðherra um setningu reglugerðar sem bannar ónauðsynleg ferðalög frá hááhættusvæðum til Íslands.Vísir/Vilhelm Ráðherrar boðuðu í gær að í reglugerð verði kveðið á um að ef nýgengni smits er þúsund eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa miðað verstu stöðu í hverju landi skal fólk þaðan undantekningarlaust fara í sóttvarnahús og ónauðsynleg ferðalög til Íslands frá þessum svæðum verða óheimil. Í dag á þetta við um Pólland, Ungverjaland, Holland og Frakkland. Fleiri lönd falla síðan undir regluna um nýgengni á bilinu 750 til þúsund. Fólk frá þeim löndum skal einnig fara í sóttvarnahús en getur sótt um undanþágu um að taka sóttkvína út í heimahúsi a.m.k. tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf að sýna fram á að það hafi sjálft húsnæði sem uppfylli öll sóttkvíarskilyrði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira