Rússar á Íslandi mótmæla fyrir utan sendiráðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2021 19:29 Sumir bera skilti þar sem þess er krafist að Navalní verði látinn laus úr fangelsi. Vísir/Kolbeinn tumi Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Á þriðja tug voru mættir til mótmælanna nú á áttunda tímanum. Mótmælendur hafa sumir skilti meðferðis, þar sem á stendur Free Navalny, eða „frelsið Navalní“, og hrópa sama slagorð í átt að sendiráðinu. Þá hafa lögreglumenn verið kallaðir til vegna mótmælanna og standa nokkrir vörð um sendiráðið nú á áttunda tímanum. Lögregla vaktar sendiráðið.Vísir/kolbeinn tumi Í tilkynningu um mótmælin á sunnudag segir að Rússar á Íslandi, auk fólks frá öðrum ríkjum, komi saman til að mótmæla „pyntingum“ á Navalní. Við dauðans dyr Ríkisstjórn Pútíns forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Navalní dvaldi í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014 en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn. Navalní er nú í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. Talið er að hann sé jafnvel við dauðans dyr en hann var fluttur á sjúkradeild í nýju fangelsi á sunnudag. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér fyrir neðan. Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Á þriðja tug voru mættir til mótmælanna nú á áttunda tímanum. Mótmælendur hafa sumir skilti meðferðis, þar sem á stendur Free Navalny, eða „frelsið Navalní“, og hrópa sama slagorð í átt að sendiráðinu. Þá hafa lögreglumenn verið kallaðir til vegna mótmælanna og standa nokkrir vörð um sendiráðið nú á áttunda tímanum. Lögregla vaktar sendiráðið.Vísir/kolbeinn tumi Í tilkynningu um mótmælin á sunnudag segir að Rússar á Íslandi, auk fólks frá öðrum ríkjum, komi saman til að mótmæla „pyntingum“ á Navalní. Við dauðans dyr Ríkisstjórn Pútíns forseta lét handtaka Navalní í janúar en hann hefur verið einn harðasti gagnrýnandi forsetans. Sökuðu yfirvöld Navalní um að hafa brotið gegn skilorði með því að hafa verið fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í ágúst. Navalní og vestræn stjórnvöld telja að stjórnvöld í Kreml hafi staðið að tilræðinu. Navalní dvaldi í Þýskalandi í fimm mánuði en ákvað að snúa aftur heim til Rússlands. Hann var handtekinn á flugvellinum við komuna. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í alræmdir fanganýlendu þar sem aðstæður eru sagðar ömurlegar. Dómurinn var vegna fjárdráttarmáls frá 2014 en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómur sem hann hlaut í því máli hefði verið gerræðislegur og ósanngjarn. Navalní er nú í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. Talið er að hann sé jafnvel við dauðans dyr en hann var fluttur á sjúkradeild í nýju fangelsi á sunnudag. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér fyrir neðan. Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi Vísir/kolbeinn tumi
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55 Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40
Pútín segir vesturlöndum að halda sig á mottunni Stjórnvöld í Kreml ætla sér að bregðast harkalega við ef þau telja vestræn ríki fara yfir strikið gagnvart þeim. Þetta sagði Vladímír Pútín, forseti Rússlands, í stefnuræðu í morgun þar sem hann sakaði vestræn ríki ennfremur um aðild að „valdaránstilraun“ í Hvíta-Rússlandi. 21. apríl 2021 12:55
Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. 21. apríl 2021 09:21