Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 13:47 Það styttist í að allir þurfi að vera komnir af nagladekkjum. Getty/ViktorCap Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. Þetta er niðurstaða verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ sem fór fram þann 20. apríl. Minnsti munur var á þjónustunni fyrir smábíla á 14" dekkjum á ál- eða stálfelgum. Þar munaði 6.810 krónum eða 109%. Í athuguninni voru Aðalbílar í Reykjavík með lægsta verðið fyrir allar gerðir bíla á ál- og stálfelgum, fyrir utan jeppa. Bifreiðaverkstæðið Stormur Patreksfirði var með lægsta verðið á þjónustunni fyrir jeppa á 18" dekkjum á ál- og stálfelgum og næst lægsta verðið fyrir aðrar tegundir bíla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Mesti hlutfallslegi munur á hæsta og lægsta verði var á þjónustu fyrir jepplinga á 16" ál- eða stálfelgum. Þar var verðið hæst hjá Réttingaverkstæði Sveins, 15.500 en lægst hjá Aðalbílum Reykjavík, 5.990 krónur. Munaði 11.740 krónum Í krónum talið var munur á hæsta og lægsta verði mestur á þjónustunni fyrir jeppa á 18" dekkjum á ál- og stálfelgum, 11.740 krónur eða 143%. Hæst var verðið hjá Dekkjahöllinni, 19.940 krónur en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi, 8.200 krónur. 114% eða 6.810 krónu munur var á hæsta og lægsta verði fyrir minni meðalbíla á 15" dekkjum með ál- og stálfelgur og 143% eða 8.591 krónu munur var á hæsta og lægsta verði fyrir meðalbíla á 16" dekkjum með ál- og stálfelgur. Costco býður upp á dekkjaskipti fyrir allar tegundir og stærðir bíla fyrir 4.400 krónur. Það er þó ekki talið að fullu sambærilegt þar sem viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco ásamt því að hafa Costco kort sem þarf að greiða fyrir. Ekki allir vildu gefa upp verð Eftirfarandi þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa Verðlagseftirlit ASÍ um verð á þjónustunni: Hjólbarðaþjónustan Framnesvegi Reykjanesbæ, Höldur bílaverkstæði Akureyri, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Óskars Sauðárkróki og Dekkjahöllin og B.V.A. Egilstöðum. ASÍ kannaði verð á þjónustu við dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á álfelgum og stálfelgum af stærðum 14",15", 16" og 18" á eftirfarandi stöðum: Höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Húsavík, Kópaskeri, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði og Sauðárkróki. Verðið í könnuninni er án afsláttar. Nánari upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd könnunarinnar, þar með talið tegundir þeirra bíla sem hún náði til má sjá á vef ASÍ. Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Verðlag Nagladekk Tengdar fréttir Dekkjaskipti - 90% munur á hæsta og lægsta verði Lægsta verðið var gefið upp hjá Titancar í Kópavogi eða 5.000 krónur. 12. október 2017 09:32 Yfir 100 prósent verðmunur á þjónustu við dekkjaskipti Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). 28. apríl 2017 15:00 Verð á dekkjaþjónustu - neytendur eiga rétt á upplýsingum Sum dekkjaverkstæði neituðu að svara og 3 gáfu upp annað verð en í könnun ASÍ. 20. október 2016 15:21 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Þetta er niðurstaða verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ sem fór fram þann 20. apríl. Minnsti munur var á þjónustunni fyrir smábíla á 14" dekkjum á ál- eða stálfelgum. Þar munaði 6.810 krónum eða 109%. Í athuguninni voru Aðalbílar í Reykjavík með lægsta verðið fyrir allar gerðir bíla á ál- og stálfelgum, fyrir utan jeppa. Bifreiðaverkstæðið Stormur Patreksfirði var með lægsta verðið á þjónustunni fyrir jeppa á 18" dekkjum á ál- og stálfelgum og næst lægsta verðið fyrir aðrar tegundir bíla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Mesti hlutfallslegi munur á hæsta og lægsta verði var á þjónustu fyrir jepplinga á 16" ál- eða stálfelgum. Þar var verðið hæst hjá Réttingaverkstæði Sveins, 15.500 en lægst hjá Aðalbílum Reykjavík, 5.990 krónur. Munaði 11.740 krónum Í krónum talið var munur á hæsta og lægsta verði mestur á þjónustunni fyrir jeppa á 18" dekkjum á ál- og stálfelgum, 11.740 krónur eða 143%. Hæst var verðið hjá Dekkjahöllinni, 19.940 krónur en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi, 8.200 krónur. 114% eða 6.810 krónu munur var á hæsta og lægsta verði fyrir minni meðalbíla á 15" dekkjum með ál- og stálfelgur og 143% eða 8.591 krónu munur var á hæsta og lægsta verði fyrir meðalbíla á 16" dekkjum með ál- og stálfelgur. Costco býður upp á dekkjaskipti fyrir allar tegundir og stærðir bíla fyrir 4.400 krónur. Það er þó ekki talið að fullu sambærilegt þar sem viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco ásamt því að hafa Costco kort sem þarf að greiða fyrir. Ekki allir vildu gefa upp verð Eftirfarandi þjónustuaðilar vildu ekki upplýsa Verðlagseftirlit ASÍ um verð á þjónustunni: Hjólbarðaþjónustan Framnesvegi Reykjanesbæ, Höldur bílaverkstæði Akureyri, Hjólbarðaverkstæði Magnúsar Selfossi, Hjólbarðaverkstæði Óskars Sauðárkróki og Dekkjahöllin og B.V.A. Egilstöðum. ASÍ kannaði verð á þjónustu við dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á álfelgum og stálfelgum af stærðum 14",15", 16" og 18" á eftirfarandi stöðum: Höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Húsavík, Kópaskeri, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Egilsstöðum, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði og Sauðárkróki. Verðið í könnuninni er án afsláttar. Nánari upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd könnunarinnar, þar með talið tegundir þeirra bíla sem hún náði til má sjá á vef ASÍ.
Neytendur Bílar Fjármál heimilisins Verðlag Nagladekk Tengdar fréttir Dekkjaskipti - 90% munur á hæsta og lægsta verði Lægsta verðið var gefið upp hjá Titancar í Kópavogi eða 5.000 krónur. 12. október 2017 09:32 Yfir 100 prósent verðmunur á þjónustu við dekkjaskipti Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). 28. apríl 2017 15:00 Verð á dekkjaþjónustu - neytendur eiga rétt á upplýsingum Sum dekkjaverkstæði neituðu að svara og 3 gáfu upp annað verð en í könnun ASÍ. 20. október 2016 15:21 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Dekkjaskipti - 90% munur á hæsta og lægsta verði Lægsta verðið var gefið upp hjá Titancar í Kópavogi eða 5.000 krónur. 12. október 2017 09:32
Yfir 100 prósent verðmunur á þjónustu við dekkjaskipti Allt að 158 prósenta verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18 samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ). 28. apríl 2017 15:00
Verð á dekkjaþjónustu - neytendur eiga rétt á upplýsingum Sum dekkjaverkstæði neituðu að svara og 3 gáfu upp annað verð en í könnun ASÍ. 20. október 2016 15:21