Elva Hrönn vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:19 Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði hjá VR, er í hópi þeirra sem sækjast eftir öðru sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Elva Hrönn er 37 ára, frá Akureyri en hefur búið í Reykjavík síðastliðin tólf ár. Þetta kemur fram í tilkynningu um framboð Elvu Hrannar. Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Elva Hrönn gekk til liðs við VG snemma árs 2017 og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar síðan, er varaformaður VG í Reykjavík og situr í stjórn flokksins. ,,Ég hef verið virk í stefnumótun hreyfingarinnar og er annar hópstjóra í málefnahóp um loftslagsmál og líffræðilega fjölbreytni. Árið 2018-2019 gegndi ég embætti alþjóðafulltrúa Ungra vinstri grænna (UVG) og sat í framkvæmdastjórn ungmennaráðs Norðurlandaráðs (UNR) 2018-2019 sem fulltrúi Socialistisk Ungdom i Norden. Árið 2019-2020 sat ég í sérstökum vinnuhópi á vegum Norðurlandaráðs, Norrænu ráðherranefndarinnar og UNR um líffræðilega fjölbreytni og sótti á þeim vettvangi meðal annars opinn fund Sameinuðu þjóðanna og loftslagsráðstefnu árið 2019. Þetta var mikil reynsla sem nýtist mér svo sannarlega í dag,“ er haft eftir Elvu í tilkynningu. Elva er fædd og uppalin á Akureyri en flutti þaðan tvítug að aldri. Þá hefur hún búið erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. „Í velferðarríki eins og Íslandi á ekkert okkar að þurfa að líða skort af neinu tagi og gildir einu hver við erum, hvaðan- eða úr hvaða aðstæðum við komum. Ég legg áherslu á jafnrétti (til heilsu, menntunar, atvinnutækifæra, kynjajafnrétti og svo framvegis), jöfnuð, náttúruna, réttlát umskipti í loftslagsmálum, málefni útlendinga og annarra jaðarsettra hópa, vinnumarkaðinn og húsnæðismál,“ segir Elva. „Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda hefur margt gott og þarft áunnist. Það verður þó alltaf nóg af verkefnum því það fylgir samfélagi í stöðugri þróun. Ég vil leggja mitt af mörkum við að halda áfram því góða starfi sem okkar fólk hefur lagt línurnar að og vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem samfélagið okkar kallar á,“ segir ennfremur í tilkynningu. „Náttúruvernd, félagslegt réttlæti og loftslagsváin eru einnig með stærstu verkefnunum framundan þar sem þarf að tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu okkar. Við stöndum nú á krossgötum því þrátt fyrir erfiða og krefjandi tíma höfum við í höndunum einstakt tækifæri til að núllstilla okkur og halda áfram veginn með grænni lausnum og sjálfbærari hætti og er nýsköpun mikilvæg sem aldrei fyrr. Ekkert okkar á að verða eftir þegar kemur að þeim aðgerðum og hér þarf að stuðla enn betur að félagslegri hagsæld samhliða þeirri efnahagslegu.“ Elva Hrönn er í sambúð með Andra Rey Haraldssyni, framkvæmdastjóra Ákvæðisstofu rafiðna og saman eiga þau tvö börn. Elva Hrönn er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplóma í grafískri hönnunartækni (Grafisk Designteknologi) frá Nordjyllands Erhvervsakademi í Álaborg, Danmörku, og er stúdent frá listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54 Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. 24. apríl 2021 11:54
Daníel vill annað sæti á lista VG í Reykjavík Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sækist eftir 2. sæti á lista Vinstri grænna í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir komandi Alþingiskosningar. Daníel er 31 árs, alinn upp í Þorlákshöfn en hefur búið á höfuðborgarsvæðinu frá því hann var um tvítugt. 22. apríl 2021 14:50