Smáhús í Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2021 16:30 Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Heilbrigðismál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun