Halldór Jóhann: Þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2021 18:36 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, vonast til að hægt verði að klára tímabilið í þessari atrennu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður að landa tveim stigum með 28-23 sigri gegn ÍR í Hleðsluhöllinni í dag. Hann segir þó að hann og leikmenn hans séu orðnir ansi þreyttir á síendurteknum stoppum á deildinni. „Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“ Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“
Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða