Í forvalinu verður kosið í efstu fjögur sætin á framboðslistum Vinstri grænna til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður.
Frambjóðendur bjóða sig því fram í tiltekið sæti í kjördæmunum og er síðan úthlutað sæti í öðru hvoru þeirra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sækjast báðar eftir fyrsta sæti á lista, hvor í sínu kjördæmi.
Andrés Skúlason verkefnastjóri, Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur hjá VR, Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður, Orri Páll Jóhannsson, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og varaþingmaður, og Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður sækjast öll eftir 2. sæti.
Aðrir frambjóðendur eru:
Brynhildur Björnsdóttir, blaðamaður, bókarýnir og söngkona, í 4. sæti.
Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði, í 3.-4. sæti.
Guy Conan Stewart, kennari, í 4. sæti.
René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í 4. sæti.