Fjallið lofar að bjóða upp á eitthvað sérstakt í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kaldur karl eins og hann sýndi á gosstöðvunum á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Fjallið þurfti að skipta út Simon fyrir Simon en mun samt áður berjast í hringnum í stærstu borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna í næsta mánuði. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira