Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 09:20 Fjölmargir ferðamenn sækja París heim á hverju ári, við hefðbundnar kringumstæður, og er útlit fyrir að Bandaríkjamenn geti gert það á nýjan leik á næstunni. EPA/Mohammed Badra Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa. Úrsula von der Leyen, forseti framkvæmdaráðsins, sagði í viðtali við New York Times í gær að hún sæi ekki betur en Lyfjastofnun ESB hefði samþykkt öll bóluefnin sem notuð væru í Bandaríkjunum. Því væri ekkert til fyrirstöðu og hægt að hleypa Bandaríkjamönnum til Evrópu. Framkvæmdaráðið mun þó eingöngu leggja til aðgerðir og það er svo hvers aðildarríkis fyrir sig að taka ákvörðun um fyrirkomulagið þar. Þjóðir Evrópu hafa takmarkað ferðalög frá Bandaríkjunum í rúmt ár en Grikkir hafa til að mynda riðið á vaðið og þegar tilkynnt að bandarískir ferðamenn sem hafi farið í skimun megi ferðast þangað. Samkvæmt frétt BBC er viðmið ESB að 70 prósent fullorðna í þeim ríkjum sem um ræðir þurfi að hafa fengið minnst einn skammt bóluefnis, svo hægt verði að opna á ferðamenn frá þeim ríkjum Í Bandaríkjunum er stefnt á að því markmiði verði náð um miðjan júní og í Bretlandi hafa þegar um 65 prósent fullorðinna fengið minnst einn skammt. Von der Leyen sagði ekki nákvæmlega hvenær hægt yrði að hleypa bandarískum ferðamönnum sem hafa verið bólusettir til Evrópu. Þeim er þegar hleypt til Ísland. Eins og segir í frétt Túrista er Ísland í dag eitt fárra Evrópuríkja sem er opið ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Þá segir einnig að bandarísk flugfélög hafi fjölgað ferðum sínum hingað í sumar. Ferðalög Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Úrsula von der Leyen, forseti framkvæmdaráðsins, sagði í viðtali við New York Times í gær að hún sæi ekki betur en Lyfjastofnun ESB hefði samþykkt öll bóluefnin sem notuð væru í Bandaríkjunum. Því væri ekkert til fyrirstöðu og hægt að hleypa Bandaríkjamönnum til Evrópu. Framkvæmdaráðið mun þó eingöngu leggja til aðgerðir og það er svo hvers aðildarríkis fyrir sig að taka ákvörðun um fyrirkomulagið þar. Þjóðir Evrópu hafa takmarkað ferðalög frá Bandaríkjunum í rúmt ár en Grikkir hafa til að mynda riðið á vaðið og þegar tilkynnt að bandarískir ferðamenn sem hafi farið í skimun megi ferðast þangað. Samkvæmt frétt BBC er viðmið ESB að 70 prósent fullorðna í þeim ríkjum sem um ræðir þurfi að hafa fengið minnst einn skammt bóluefnis, svo hægt verði að opna á ferðamenn frá þeim ríkjum Í Bandaríkjunum er stefnt á að því markmiði verði náð um miðjan júní og í Bretlandi hafa þegar um 65 prósent fullorðinna fengið minnst einn skammt. Von der Leyen sagði ekki nákvæmlega hvenær hægt yrði að hleypa bandarískum ferðamönnum sem hafa verið bólusettir til Evrópu. Þeim er þegar hleypt til Ísland. Eins og segir í frétt Túrista er Ísland í dag eitt fárra Evrópuríkja sem er opið ferðamönnum frá Bandaríkjunum. Þá segir einnig að bandarísk flugfélög hafi fjölgað ferðum sínum hingað í sumar.
Ferðalög Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira