Síðasta æviskeiðið og lífslokin Sandra B. Franks skrifar 26. apríl 2021 14:35 Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun