NATO í nútíð Starri Reynisson skrifar 27. apríl 2021 08:00 Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson NATO Utanríkismál Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Atlantshafsbandalagið hugsa flestir bara um byssur, sprengjur og skriðdreka, enda voru þau fyrirbæri helsta birtingarmynd öryggis- og varnarmála þegar bandalagið var stofnað. Það þjónar andstæðingum aðildar Íslands vel að viðhalda þeirri ímynd. Öryggis- og varnarmál hafa hins vegar þróast umtalsvert á þeim rúmu sjö áratugum síðan NATO var komið á laggirnar og NATO hefur þróast með. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðin frá stofnun þess gegnir það því enn mikilvægu hlutverki. Stærstu verkefni á borði bandalagsins nú eru mörg á sviði netöryggis. Við búum nú orðið í stafrænum heimi og varnir gegn stafrænum hryðjuverkum hafa þannig orðið eitt af kjarnahlutverkum bandalagsins og munu aðeins verða viðameiri og mikilvægari eftir því sem tækniþróun fleygir fram. Atlantshafsbandalagið hefur líka látið hart að sér kveða í baráttunni gegn falsfréttum og röngum upplýsingum, sem hafa verið í markvissri dreifingu í þeim tilgangi að grafa undan lýðræði og sátt meðal vestrænna ríkja. Ísland treystir nær alfarið á NATO í netöryggismálum, er því miður eftirbátur annara aðildarríkja í þeim efnum og jafnvel dragbítur á bandalaginu. Atlantshafsbandalagið er þó ekki hafið yfir gagnrýni. Fá fyrirbæri sem lifað hafa yfir sjötíu ár eru það, hvort sem um ræðir lönd, stofnanir, samtök eða manneskjur. Þess þá heldur eru einstök aðildarríki ekki hafin yfir gagnrýni. Svo dæmi sé tekið er þróun lýðræðis og mannréttinda í Tyrklandi áhyggjuefni og hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum grafalvarlegar. Úrsögn úr bandalaginu breytir því ekki. Ísland nýtur virðingar, getur verið og á að vera öflugur málsvari friðar og hófsemi innan NATO. Á þeim forsendum á Ísland að beita sér gegn tilburðum eins og Tyrkir hafa sýnt. Það gerum við ekki utan bandalagsins. Hins vegar opnar úrsögn dyrnar fyrir gerræðis- og alræðisríki eins og Rússland og Kína, sem ásælast meiri umsvif á norðurslóðum, til að auka áhrif sín hér til muna. Eitt og sér hefur Ísland takmarkaða burði til að sinna stórum verkefnum á sviði öryggis- og varnarmála, þar reiðum við okkur nær alfarið á alþjóðlegt samstarf. Aukin spenna á norðurslóðum samhliða opnun siglingaleiða og auknum umsvifum Kína á svæðinu veldur því að mikilvægi hnattrænnar legu Íslands hefur tæpast verið meira síðan Berlínarmúrinn féll. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og staða okkar sem stofnaðili hefur sjaldan verið mikilvægari. Við þurfum að standa vörð um hana og gjalda varhug við málflutningi þeirra sem vilja grafa undan henni. Greinin er skrifuð í tilefni 72 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun