Hefur mætt flestum stærstu stjórunum og enginn þeirra hefur unnið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Thomas Tuchel hefur breytt miklu hjá Chelsea síðan hann tók við á Brúnni. EPA-EFE/Andy Rain Thomas Tuchel er að gera mjög flotta hluti með Chelsea liðið og liðið hans er í fínum málum eftir fyrri undanúrslitaleikinn á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira