Skuldaði hinni látnu um 176 milljónir króna eftir dómsmál Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 13:01 Maðurinn var handtekinn í bíl sínum á E18-hraðbrautinni skömmu eftir morðið. Getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á götu úti í Frogner-hverfi í norsku höfuðborginni Osló í morgun, skuldaði hinni látnu 11,8 milljónir norskra króna. Maðurinn hafði nýverið verið dæmdur til greiðslu bóta í dómsmáli sem staðið hafði í mörg ár. NRK segir að norska lögreglan rannsaki nú hvað hafi leitt manninn, sem er á fertugsaldri, til að skjóta konunasem var á sextugsaldri. Lögregla sé meðvituð um tengsl konunnar og banamanns hennar, en þau tengdust ekki fjölskylduböndum. „Það er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið tilviljun,“ segir Grete Lien Metlid hjá lögreglunni. Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 8:30 að staðartíma, en konan var úrskurðuð látin þegar sjúkralið bar að garði. Árásin átti sér stað á Tostrups gate í Frogner. Einungis þremur mínútum eftir að tilkynning barst lögreglu var maður handtekinn í bíl á E18-hraðbrautinni, um sjö kílómetrum frá vettvangi árásarinnar, en hann var á leið út úr bænum. Ábendingar höfðu þá borist um að maður hafi yfirgefið vettvanginn í bíl á miklum hraða. Skotvopn fannst í bíl mannsins sem talið er vera morðvopnið. Norskir fjölmiðlar greina frá því að í umræddum dómsmálum hafi maðurinn verið dæmdur til að greiða konunni 11,8 milljónir norskra króna, um 176 milljónir íslenskra, í bætur í tengslum við framkvæmdir í tveimur fasteignum sem voru í eigu hinnar látnu. Þá var maðurinn sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund norskra króna, um 13,5 milljónir íslenskra króna, vegna lögmannskostnaðar konunnar í málinu. Konan hafði selt dýra íbúð í Osló langt undir ásettu verði, eftir að maðurinn og félag hans höfðu staðið þar að framkvæmdum og við þær þverbrotið byggingareglugerðir. Konan leitaði til dómstóla vegna málsins og var maðurinn dæmdur til greiðslu skaðabóta. Deilur þeirra höfðu staðið um margra ára skeið, en síðar í vikunni stóð til að fara fram á gjaldþrotaskipti á félagi mannsins. Noregur Tengdar fréttir Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
NRK segir að norska lögreglan rannsaki nú hvað hafi leitt manninn, sem er á fertugsaldri, til að skjóta konunasem var á sextugsaldri. Lögregla sé meðvituð um tengsl konunnar og banamanns hennar, en þau tengdust ekki fjölskylduböndum. „Það er ekkert sem bendir til að þetta hafi verið tilviljun,“ segir Grete Lien Metlid hjá lögreglunni. Lögreglu barst tilkynning um málið skömmu fyrir klukkan 8:30 að staðartíma, en konan var úrskurðuð látin þegar sjúkralið bar að garði. Árásin átti sér stað á Tostrups gate í Frogner. Einungis þremur mínútum eftir að tilkynning barst lögreglu var maður handtekinn í bíl á E18-hraðbrautinni, um sjö kílómetrum frá vettvangi árásarinnar, en hann var á leið út úr bænum. Ábendingar höfðu þá borist um að maður hafi yfirgefið vettvanginn í bíl á miklum hraða. Skotvopn fannst í bíl mannsins sem talið er vera morðvopnið. Norskir fjölmiðlar greina frá því að í umræddum dómsmálum hafi maðurinn verið dæmdur til að greiða konunni 11,8 milljónir norskra króna, um 176 milljónir íslenskra, í bætur í tengslum við framkvæmdir í tveimur fasteignum sem voru í eigu hinnar látnu. Þá var maðurinn sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni 900 þúsund norskra króna, um 13,5 milljónir íslenskra króna, vegna lögmannskostnaðar konunnar í málinu. Konan hafði selt dýra íbúð í Osló langt undir ásettu verði, eftir að maðurinn og félag hans höfðu staðið þar að framkvæmdum og við þær þverbrotið byggingareglugerðir. Konan leitaði til dómstóla vegna málsins og var maðurinn dæmdur til greiðslu skaðabóta. Deilur þeirra höfðu staðið um margra ára skeið, en síðar í vikunni stóð til að fara fram á gjaldþrotaskipti á félagi mannsins.
Noregur Tengdar fréttir Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Kona skotin til bana á götu úti í Osló Kona var skotin til bana á götu úti í Frogner-hverfi í vesturhluta norsku höfuðborgarinnar Osló í morgun. Lögregla hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 28. apríl 2021 08:13