Alþingi vill svör frá heilbrigðisráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 29. apríl 2021 07:30 Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Þung gagnrýni á heilbrigðisráðherra í kjölfar breytinga á skipulagi og framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi leiddi til þess að Alþingi fól ráðherranum um miðjan mars að vinna skýrslu um málið. Gagnrýnin kom frá konum sem og læknum og öðrum sérfræðingum á sviðinu, ekki síst á þá ákvörðun að greining á sýnum færi fram erlendis. Afleiðing þessara breytinga hefur því miður orðið sú að konur eru óöruggar um grundvallarþjónustu sem varðar heilsu þeirra. Það er einfaldlega óboðleg staða. Sérstaklega hefur vakið athygli að flytja sýnin til Danmerkur. Svo virðist sem skýringar heilbrigðisráðherra um ástæður þess að flytja eigi sýnin til rannsóknarstofu erlendis hafi breyst á meðan umræðunni hefur staðið. Þar hefur verið nefnt að geta til greiningar þessara sýna sé ekki nægilega góð hérlendis. Þegar leið á umræðuna komu fram þau rök heilbrigðisyfirvalda að álag á Landspítala vegna Covid-19 væri skýringin en einnig hefur verið sagt að öryggi skorti á rannsóknarstofum LSH. Enn ein skýring ráðherra hefur verið að í reynd hafi Landspítalinn ekki viljað taka við þessari rannsóknarvinnu. Öllum þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af fagaðilum hér á landi, ekki síst fagfólki innan LSH. Hvers vegna var þá Landspítala ekki falið að stækka þá frumurannsóknarstofu sem er til staðar á spítalanum? Á henni eru skoðuð um 2000 sýni árlega og þekkingin er til staðar. Ráðherra hefur 10 vikur til að skila umbeðinni skýrslu til þingsins. Beiðnin var að frumkvæði Viðreisnar en meðflutningsmenn voru 25 þingmenn úr stjórnarandstöðu. Nú eru 8 vikur liðnar en enn hefur ekkert heyrst af vinnunni. Að tíminn líði án þess að hreyfing virðist vera á málinu skiptir máli vegna þess að í skýrslubeiðninni var farið fram á að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og að samráð yrði haft við þingflokka um hver yrði fenginn í verkið. Enginn þingflokka kannast við að hafa heyrt frá heilbrigðisráðuneytinu og því virðist mega draga þá ályktun að þrátt fyrir að skýrslan eigi að liggja fyrir eftir tvær vikur þá sé engin vinna hafin af hálfu ráðuneytisins. Þetta rímar því miður við undirbúning þessara breytinga af hálfu stjórnvalda. Þar vantar allt samtal, samtal við konur sem eiga allt undir þessari þjónustu og samtal við kerfið sjálft. Forsendur, samráð, markmið og framkvæmd? Markmiðið með skýrslubeiðninni var að fá fram svör við brýnum spurningum, þannig að upplýsingar fáist t.d. um forsendur að baki þeirri ákvörðun að semja við erlenda rannsóknarstofu um að sinna greiningu á sýnum. Við hverja var haft samráð áður en ákveðið var að fela Hvidovre-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn verkefnið? Hver var afstaða einstakra aðila til þess að flytja greiningu á sýnum til útlanda? Einnig var óskað eftir svörum um áhrif á aðgengi að sýnum fyrir sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins hérlendis og á kostnað við greiningu leghálssýna. Þá var óskað svara við því hvort og þá hvernig heilbrigðisráðuneytið hafi lagt mat á greiningargetu meinafræðideildar Landspítala í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini. Hver verða áhrif breytinganna á öryggi skimunar, m.a. vegna aðgengis, flutninga og samskipta milli landa og áhrif á sérhæfð störf við greiningu sýna vegna krabbameinsskimunar á Íslandi? Glatast störf og ef svo, hversu mörg, hver eru áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar og hver kunna áhrif að verða á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis? Umræðan hefur leitt í ljós að ekki hafði verið samið við rannsóknarstofuna í Danmörku áður en vinnunni lauk hér heima. Við það myndaðist mikið gat í þjónustunni, sem faglegt hefði verið að forðast með öllum tiltækum ráðum. Það var hins vegar ekki gert þannig að tafir urðu á greiningum. Eftir þunga umræðu í samfélaginu og harða gagnrýni þar sem áhyggjur kvenna eru augljósar eru mikil vonbrigði að ekki virðist mega merkja að vinna við þessa skýrslu fái þá áherslu sem ætti að vera. Það væri til mikils unnið að fá fram faglega úttekt á þessu máli. Úttekt og heiðarlegt samtal í kjölfarið verður að fá að eiga sér stað, enda samþykkti Alþingi einmitt að svo skyldi verða. Það er leiðin til þess að fá upp á yfirborðið hvernig að þessu var staðið af hálfu heilbrigðisyfirvalda og það er leiðin til þess að í kjölfarið geti farið fram samtal og vinna til þess að efla traust kvenna til þessarar grundvallarþjónustu. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun