Frelsi fjölmiðla Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. apríl 2021 13:44 Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Alþingi Samherji og Seðlabankinn Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar