Kristinn: Ég sagði við Danna að ég væri tilbúinn Smári Jökull Jónsson skrifar 29. apríl 2021 22:43 Úr leik Grindavíkur og ÍR frá því fyrr í vetur. Vísir / Hulda Margrét Kristinn Pálsson var hetja Grindvíkinga í Domino´s deildinni í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á ÍR með magnaðri flautukörfu. Sigurinn færir Grindvíkinga skrefi nær úrslitakeppni. „Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum. UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
„Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum.
UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira