Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Jakob Bjarnar skrifar 1. maí 2021 10:00 Örn Árna, hinn ástsæli leikari, kampakátur eftir að hafa fengið fyrri sprautu bólusetningar. Ljósmyndari Vísis, sem var kominn til að ljósmynda blaðamanninn við að sinna sinni gonzo-blaðamennsku en stökk til þegar hann sá Spaugstofumanninn, enda ekki annað hægt. Vísir/Vilhelm Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. Þar stóð: (Jakob) Sóttvarnalæknir: hér er strikamerki fyrir bólusetningu 29.04.2021 klukkan 11:00. Staðsetning: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Laugardalshöll – Inngangur C. Aukaskammtar AstraZeneca – mættu sem fyrst. Mættu sem fyrst? Aukaskammtar? AstraZeneca? Ég tilkynnti samstarfsfólk mínu þetta í fáti: „Wtf! Það var verið að boða mig í bólusetningu? Aukaskammtar af AstraZeneca? ÉG ER EKKI SVONA GAMALL!“ Rokkstjarnan Þórólfur Það fór sem sagt allt í flækju. Auðvitað hafði ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum holskefla glaðhlakkanlegra tilkynninga og mynda á samfélagsmiðum þar sem fólk var að segja frá því að það væri búið að fá sprautu. Sprautu já … ég er frekar hræddur við sprautur og hefði aldrei funkerað sem dugandi sprautufíkill. Sem svo sem enginn gerir til lengri tíma litið, ef því er að skipta sem er önnur saga. En ég hafði fram til þessa ekki talið tímabært að hafa þungar áhyggjur af sprautum, hélt að það væri langt í að kæmi að mér, bráðungum manninum. Einhver myndi kalla þetta afneitun. En ég hafði reyndar fundið fyrir því að hringurinn var farinn að þrengjast. Verulega. Kvöldið áður hafði ég nefnilega látið fara vel um mig eins og svo oft í hægindastólnum inni í stofu, var að spila heiladauðaleik á símann sem heitir Bricks Ball Crusher og sjónvarpsfréttirnar rúlluðu undir á skjánum. Þar var verið að segja frá því að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, þjóðhetjan sjálf, hefði farið í bólusetningu. Þegar hann mætti í Laugardalshöll, en þann daginn voru bólusett vel á 8 þúsund manns, braust út lófatak eins og rokkstjarna væri að ganga í salinn. Tvíeykið Þorsteinn og Þórólfur Ég horfði á viðtalið við Þórólf þar sem hann sagði að þetta væri ekkert mál, AstraZeneca væri toppurinn og hann vonaðist til þess að það yrðu einhverjar aukaverkanir. Það sýndi að bóluefnið væri að virka. En það var eitthvað allt annað sem vakti athygli mína, mér fannst ég kannast við manninn sem sat á bak við hann. Eins og fínn maður og tók sig vel út í ljósum kastara sjónvarpsmyndavélanna. Bíddu… er þetta ekki Steini Aðalsteins? Æskufélagi minn og vinur úr Öldutúnsskóla og Flensborg? Jú, það bar ekki á öðru. Steini Aðalsteins fylgist með þegar Þórólfur vinur hans fær bólusetninguna. Ekki hafði verið hugmyndin að flagga bólusetningunni af hálfu Steina en áður en hann vissi var hann baðaður í kastljósi fjölmiðlanna.vísir/vilhelm Þetta þótti mér merkilegt. Þorsteinn Gunnar Aðalsteinsson er ekki nema árinu eldri en ég, módel ´61 og mættur í bólusetningu! Var hann með eitthvað undirliggjandi? Ég hringdi í Steina sem var við hestaheilsu. Hann sagði mér skemmtisögu af því að hann hafði nú hugsað sér að fara ekki hátt með þetta. Hafði jafnvel verið að bræða það með sér að fara bara ekkert í bólusetninguna. En heimilislæknir hans, Dr. Emil Lárus Sigurðsson, skipaði honum að mæta og þá var ekki um neitt annað að ræða en hlýða því. En Steini komst ekki upp með það að fara með veggjum eða láta lítið fyrir sér fara. Allt í einu voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn mættir á staðinn, einmitt þar sem Steini sat og skömmu síðar gekk stjarnan í salinn. Og settist í sætið fyrir framan Steina eftir að hafa tekið við hyllingunni. „Ég spjallaði aðeins við hann. Þetta er þvílíkt geðþekkur náungi. Mjög gaman að rabba við hann. Nú er það ekkert þríeykið lengur heldur tvíeykið: Þorsteinn og Þórólfur,“ sagði Steini og hló. Og var harla ánægður með þennan nýjasta vin sin. „Þetta var nákvæmlega ekkert mál.“ Fréttastjóri Vísis sem er alltaf á vaktinni Jæja. Þú segir það. Ég fór að hafa mig til. Hvernig klæðir maður sig í svona bólusetningu? Er maður fínn eða er maður bara svona … Jói á bolnum? Þórólfur var nú svosem ekkert uppstrílaður, best að taka hann sér til fyrirmyndar í þessu. Meðan ég var að bræða þetta með mér hringdi fréttastjóri Vísis, Kolbeinn Tumi Daðason. Hann á að vera í fríi, en á erfitt með það. Hann sagðist hafa frétt að ég væri að fara í bólusetningu? Hvernig hann hafði frétt af því í fríi fimm mínútum eftir að það var tilkynnt er mér hulin ráðgáta? En ég sagði, jú, það væri nú svo. Tumi taldi enga spurningu að ég þyrfti að fjalla um þessa reynslu mína og þar erum við stödd. Í miðri frásögn af þessari reynslu sem flestir landsmenn eiga eða munu eiga sameiginlega áður en of langt um líður. Agnar Darri skannaði strikamerki blaðamanns Vísis og lóðsaði hann svo um svæðið. Það var sannkölluð landsleiksstemmning í Höllinni og allir í góðum gír.vísir/vilhelm Ég hringdi í Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndara Vísis, sagði að hann yrði að koma með en Villi taldi hreinar línur með það að til þess þyrfti að fá sérstakt leyfi fyrir sig. Ég hringdi því í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur sem hefur yfirumsjá með bólusetningunni í Laugardalshöll. Hún tók því erindi af stakri ljúfmennsku, sagði þó að ég yrði þá skrifa vel um þau og sagði mér að gefa mig fram við hann Agnar Darra Sverrisson starfsmann Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann væri allt í öllu á staðnum. Leifar og afgangur frá okkar kære nordiske venner? Ég hafði varla haft tíma til að láta væntanlega bólusetninguna stressa mig upp. Ég hafði ekki sett mig neitt inn í þetta sem heitið getur en hafði verið að stríða einhverjum sótthræddum á Facebook, hélt því fram að ég væri búinn að panta Janssen-bóluefni, ég væri Janssen maður. Þegar einhver spurði hverskonar forréttindagosi ég væri sagðist ég kannast við Þórólf, í gegnum Víði. Þetta var auðvitað haugalygi eins og flest sem sett er fram á Facebook. Og nú sat ég uppi með það að vera að leið í að láta sprauta mig með AstraZeneka. Var það áhyggjuefni? Voru Norðmenn ekki að fúlsa við þessu efni? Og Danir líka? Og þess vegna sem allt í einu tók að komast gangur á bólusetningarnar. Leifar frá okkar kære nordiske venner? Og svo verður Janssen dælt í mannskapinn strax í næstu viku. Skellur. Árni Friðleifsson stjórnaði umferðinni eins og sá herforingi og hann er. Enda gekk þetta allt fyrir sig eins og í lygasögu.vísir/vilhelm En það verður bara að segjast að þegar Þórólfur sjálfur steig fram, vildi enga sérmeðferð, fór í röðina eins og við hinir og lét sprauta sig með AstraZeneka með bros á vör; þá var það einstaklega foringjalegt. Hvaða jólasveinn ætlar að vera með múður eftir slíka framgöngu? Landsleikjastemmning í Laugardal Klukkan var orðin korter í 11 þegar ég komst af stað og sá mér til skelfingar, þegar ég var kominn á Suðurlandsbrautina, að það var eins og væri landsleikur í Laugardalnum. Bílaröðin lá alveg út að Miklubraut. Hún gekk þó glettilega vel fyrir sig en þegar komið var í götuna sem liggur að Laugardalshöll var þar pakkað af bílum. Öll stæði full en ég sá að menn höfðu lagt á grasbölum sem eru þar við götuna og fylgdi því fordæmi sjálfur. Ef löggan eða Kolbrún Jónatansdóttir hjá Bílastæðasjóði hefðu verið á ferð með sektarmiðana sína hefðu þau án nokkurs efa getað haft milljónir upp úr krafsinu. Slíkur var fjöldi bíla á grasinu. En það var ekki neinn slíkur skítamórall í gangi. Þegar ég gekk að húsinu var löng röð þangað inn. En góð og jákvæð stemmning í grímuklæddum mannskapnum. Það var landsleikjastemmning. Og hún af betra taginu. Blaðamaðurinn lagði kolólöglega í Laugardalnum, með góðri samvisku.vísir/vilhelm Ég hitti Villa og við gáfum okkur fram við Agnar sem var með skrifborð í miðri kösinni í anddyri Laugardalshallar. Agnar skannaði strikamerkið og lýsti því sem fyrir augu bar. Það kom á daginn að þetta var þaulskipulagt kaos. Og enginn með vesen, nema kannski ég því Agnar leiddi okkur Villa inn um hliðardyr í sjálfan salinn og lýsti því sem fyrir augu bar og öllu fyrirkomulaginu. Þar voru stólaraðirnar sem fylltu salinn. Og her hjúkrunarfræðinga sem voru með sín rúllandi borð undir sín tæki. Agnar sagði að sprauturnar kæmu frágengnar í hús. Spaugstofan og allir mættir Í salnum var hinn vörpulegi, röggsami en alúðlegi lögregluþjónn Árni Friðleifsson sem stjórnaði umferðinni af miklu öryggi. Hann gat þó ekki stillt sig um að segja að ég fengi stóru sprautuna og hann sjálfur myndi sjá um að sprauta. Hópar komu skipulega í salinn og voru leiddir til sætis. Gott ef ég fékk ekki bara sama sæti og Þórólfur og það þótti mér ekki verra. Engu að síður sat ég þarna eins og illa gerður hlutur með bolinn brettan upp fyrir öxl. Á vinstri. Hefði kosið hægri en þar er tattú sem þarna hefði loks, öllum þessum árum síðar, getað komið sér vel myndrænt séð. En Villi vildi fá vinstri öxlina. Ekki vafðist fyrir þrautþjálfuðum hjúkrunarfræðingnum að smella efninu í bíngóvöðva blaðamannsins.vísir/vilhelm Ók. Ég var klár í bólusetninguna, stillti mér upp og reyndi að bera mig vel. En þá sagði Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis skyndilega og var rokinn með það sama: Þarna er Örn Árna! Örn Árna? Hver er það? Og mundi þá að Villi er úr Kópavogi. Auðvitað. Spaugstofan er mætt. Það voru sem sagt allir á staðnum. Þvílík fagmennska höfð í frammi Fljótt á litið virtist vera talsvert meira um karlmenn í salnum en konur. Og mér sýndist þeir vera talsvert eldri en ég, sem er auðvitað skynvilla sem tengist því að þessi blaðamaður upplifir sig miklu yngri en hann er. Fram hefur komið að þessum birgðum af AstraZeneka eigi að dæla í karlpeninginn vegna afar fátíðra aukaverkana sem einkum hafa sýnt sig hjá konum á miðjum aldri; blóðtappi. En rétt er sem fram hafði komið, þetta var ekkert mál. Hjúkrunarfræðingurinn var þaulvanur og eldsnögg að dæla í upphandleggsvöðvann því sem þangað var ætlað af efninu AstraZeneka. Náði varla að segja góðan daginn. Eftir sprautuna var mönnum gert að sitja kyrrir í tíu mínútur til að sjá hvort fram kæmu einhverjar bráðaaukaverkanir. Ekki bar neitt á slíku. Íslendingar ekki óagaðir þegar allt kemur til alls Svo var þetta bara búið. Eiginlega áður en það byrjaði. Ég sat eins og álfur í sætinu mínu, að myndast við að taka sjálfu af mér á símann. Árni lögregluþjónn þurfti að stugga við mér. Farið var úr salnum og út um hliðardyr. Heimir Már tók vinnuna með sér í bólusetninguna en þarna er Agnar Darri Heimi til halds og trausts Vísir/vilhelm Ég var með mann með mér í því að taka niður fréttapunktana í tengslum við allt þetta, hann Heimi Má Pétursson, og hafði ekki áhyggjur af því að taka niður punkta. Hér má sjá hvað hann fann út úr því: Það verður að segjast að þetta gekk alveg með ólíkindum vel fyrir sig. Lengi hefur verið sagt um Íslendinga að þeir séu óagaðir og óskipulagðir en þessi bólusetningarframkvæmd er ekki beinlínis til þess fallin að styðja við kenningu. Þjóðverjar hefðu orðið stoltir af þessari framkvæmd, svo smurt gekk þetta fyrir sig. Íslendingar eru að sýna á sér nýja hlið. Þeir fara létt með að vera almennilegir, agaðir og skipulagðir þegar á reynir. Hugsanlega á eitthvað gott eftir að koma út úr þessum faraldri, þegar allt kemur til alls. Sennilega bara. Heilbrigðismál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þar stóð: (Jakob) Sóttvarnalæknir: hér er strikamerki fyrir bólusetningu 29.04.2021 klukkan 11:00. Staðsetning: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Laugardalshöll – Inngangur C. Aukaskammtar AstraZeneca – mættu sem fyrst. Mættu sem fyrst? Aukaskammtar? AstraZeneca? Ég tilkynnti samstarfsfólk mínu þetta í fáti: „Wtf! Það var verið að boða mig í bólusetningu? Aukaskammtar af AstraZeneca? ÉG ER EKKI SVONA GAMALL!“ Rokkstjarnan Þórólfur Það fór sem sagt allt í flækju. Auðvitað hafði ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum holskefla glaðhlakkanlegra tilkynninga og mynda á samfélagsmiðum þar sem fólk var að segja frá því að það væri búið að fá sprautu. Sprautu já … ég er frekar hræddur við sprautur og hefði aldrei funkerað sem dugandi sprautufíkill. Sem svo sem enginn gerir til lengri tíma litið, ef því er að skipta sem er önnur saga. En ég hafði fram til þessa ekki talið tímabært að hafa þungar áhyggjur af sprautum, hélt að það væri langt í að kæmi að mér, bráðungum manninum. Einhver myndi kalla þetta afneitun. En ég hafði reyndar fundið fyrir því að hringurinn var farinn að þrengjast. Verulega. Kvöldið áður hafði ég nefnilega látið fara vel um mig eins og svo oft í hægindastólnum inni í stofu, var að spila heiladauðaleik á símann sem heitir Bricks Ball Crusher og sjónvarpsfréttirnar rúlluðu undir á skjánum. Þar var verið að segja frá því að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, þjóðhetjan sjálf, hefði farið í bólusetningu. Þegar hann mætti í Laugardalshöll, en þann daginn voru bólusett vel á 8 þúsund manns, braust út lófatak eins og rokkstjarna væri að ganga í salinn. Tvíeykið Þorsteinn og Þórólfur Ég horfði á viðtalið við Þórólf þar sem hann sagði að þetta væri ekkert mál, AstraZeneca væri toppurinn og hann vonaðist til þess að það yrðu einhverjar aukaverkanir. Það sýndi að bóluefnið væri að virka. En það var eitthvað allt annað sem vakti athygli mína, mér fannst ég kannast við manninn sem sat á bak við hann. Eins og fínn maður og tók sig vel út í ljósum kastara sjónvarpsmyndavélanna. Bíddu… er þetta ekki Steini Aðalsteins? Æskufélagi minn og vinur úr Öldutúnsskóla og Flensborg? Jú, það bar ekki á öðru. Steini Aðalsteins fylgist með þegar Þórólfur vinur hans fær bólusetninguna. Ekki hafði verið hugmyndin að flagga bólusetningunni af hálfu Steina en áður en hann vissi var hann baðaður í kastljósi fjölmiðlanna.vísir/vilhelm Þetta þótti mér merkilegt. Þorsteinn Gunnar Aðalsteinsson er ekki nema árinu eldri en ég, módel ´61 og mættur í bólusetningu! Var hann með eitthvað undirliggjandi? Ég hringdi í Steina sem var við hestaheilsu. Hann sagði mér skemmtisögu af því að hann hafði nú hugsað sér að fara ekki hátt með þetta. Hafði jafnvel verið að bræða það með sér að fara bara ekkert í bólusetninguna. En heimilislæknir hans, Dr. Emil Lárus Sigurðsson, skipaði honum að mæta og þá var ekki um neitt annað að ræða en hlýða því. En Steini komst ekki upp með það að fara með veggjum eða láta lítið fyrir sér fara. Allt í einu voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn mættir á staðinn, einmitt þar sem Steini sat og skömmu síðar gekk stjarnan í salinn. Og settist í sætið fyrir framan Steina eftir að hafa tekið við hyllingunni. „Ég spjallaði aðeins við hann. Þetta er þvílíkt geðþekkur náungi. Mjög gaman að rabba við hann. Nú er það ekkert þríeykið lengur heldur tvíeykið: Þorsteinn og Þórólfur,“ sagði Steini og hló. Og var harla ánægður með þennan nýjasta vin sin. „Þetta var nákvæmlega ekkert mál.“ Fréttastjóri Vísis sem er alltaf á vaktinni Jæja. Þú segir það. Ég fór að hafa mig til. Hvernig klæðir maður sig í svona bólusetningu? Er maður fínn eða er maður bara svona … Jói á bolnum? Þórólfur var nú svosem ekkert uppstrílaður, best að taka hann sér til fyrirmyndar í þessu. Meðan ég var að bræða þetta með mér hringdi fréttastjóri Vísis, Kolbeinn Tumi Daðason. Hann á að vera í fríi, en á erfitt með það. Hann sagðist hafa frétt að ég væri að fara í bólusetningu? Hvernig hann hafði frétt af því í fríi fimm mínútum eftir að það var tilkynnt er mér hulin ráðgáta? En ég sagði, jú, það væri nú svo. Tumi taldi enga spurningu að ég þyrfti að fjalla um þessa reynslu mína og þar erum við stödd. Í miðri frásögn af þessari reynslu sem flestir landsmenn eiga eða munu eiga sameiginlega áður en of langt um líður. Agnar Darri skannaði strikamerki blaðamanns Vísis og lóðsaði hann svo um svæðið. Það var sannkölluð landsleiksstemmning í Höllinni og allir í góðum gír.vísir/vilhelm Ég hringdi í Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndara Vísis, sagði að hann yrði að koma með en Villi taldi hreinar línur með það að til þess þyrfti að fá sérstakt leyfi fyrir sig. Ég hringdi því í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur sem hefur yfirumsjá með bólusetningunni í Laugardalshöll. Hún tók því erindi af stakri ljúfmennsku, sagði þó að ég yrði þá skrifa vel um þau og sagði mér að gefa mig fram við hann Agnar Darra Sverrisson starfsmann Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann væri allt í öllu á staðnum. Leifar og afgangur frá okkar kære nordiske venner? Ég hafði varla haft tíma til að láta væntanlega bólusetninguna stressa mig upp. Ég hafði ekki sett mig neitt inn í þetta sem heitið getur en hafði verið að stríða einhverjum sótthræddum á Facebook, hélt því fram að ég væri búinn að panta Janssen-bóluefni, ég væri Janssen maður. Þegar einhver spurði hverskonar forréttindagosi ég væri sagðist ég kannast við Þórólf, í gegnum Víði. Þetta var auðvitað haugalygi eins og flest sem sett er fram á Facebook. Og nú sat ég uppi með það að vera að leið í að láta sprauta mig með AstraZeneka. Var það áhyggjuefni? Voru Norðmenn ekki að fúlsa við þessu efni? Og Danir líka? Og þess vegna sem allt í einu tók að komast gangur á bólusetningarnar. Leifar frá okkar kære nordiske venner? Og svo verður Janssen dælt í mannskapinn strax í næstu viku. Skellur. Árni Friðleifsson stjórnaði umferðinni eins og sá herforingi og hann er. Enda gekk þetta allt fyrir sig eins og í lygasögu.vísir/vilhelm En það verður bara að segjast að þegar Þórólfur sjálfur steig fram, vildi enga sérmeðferð, fór í röðina eins og við hinir og lét sprauta sig með AstraZeneka með bros á vör; þá var það einstaklega foringjalegt. Hvaða jólasveinn ætlar að vera með múður eftir slíka framgöngu? Landsleikjastemmning í Laugardal Klukkan var orðin korter í 11 þegar ég komst af stað og sá mér til skelfingar, þegar ég var kominn á Suðurlandsbrautina, að það var eins og væri landsleikur í Laugardalnum. Bílaröðin lá alveg út að Miklubraut. Hún gekk þó glettilega vel fyrir sig en þegar komið var í götuna sem liggur að Laugardalshöll var þar pakkað af bílum. Öll stæði full en ég sá að menn höfðu lagt á grasbölum sem eru þar við götuna og fylgdi því fordæmi sjálfur. Ef löggan eða Kolbrún Jónatansdóttir hjá Bílastæðasjóði hefðu verið á ferð með sektarmiðana sína hefðu þau án nokkurs efa getað haft milljónir upp úr krafsinu. Slíkur var fjöldi bíla á grasinu. En það var ekki neinn slíkur skítamórall í gangi. Þegar ég gekk að húsinu var löng röð þangað inn. En góð og jákvæð stemmning í grímuklæddum mannskapnum. Það var landsleikjastemmning. Og hún af betra taginu. Blaðamaðurinn lagði kolólöglega í Laugardalnum, með góðri samvisku.vísir/vilhelm Ég hitti Villa og við gáfum okkur fram við Agnar sem var með skrifborð í miðri kösinni í anddyri Laugardalshallar. Agnar skannaði strikamerkið og lýsti því sem fyrir augu bar. Það kom á daginn að þetta var þaulskipulagt kaos. Og enginn með vesen, nema kannski ég því Agnar leiddi okkur Villa inn um hliðardyr í sjálfan salinn og lýsti því sem fyrir augu bar og öllu fyrirkomulaginu. Þar voru stólaraðirnar sem fylltu salinn. Og her hjúkrunarfræðinga sem voru með sín rúllandi borð undir sín tæki. Agnar sagði að sprauturnar kæmu frágengnar í hús. Spaugstofan og allir mættir Í salnum var hinn vörpulegi, röggsami en alúðlegi lögregluþjónn Árni Friðleifsson sem stjórnaði umferðinni af miklu öryggi. Hann gat þó ekki stillt sig um að segja að ég fengi stóru sprautuna og hann sjálfur myndi sjá um að sprauta. Hópar komu skipulega í salinn og voru leiddir til sætis. Gott ef ég fékk ekki bara sama sæti og Þórólfur og það þótti mér ekki verra. Engu að síður sat ég þarna eins og illa gerður hlutur með bolinn brettan upp fyrir öxl. Á vinstri. Hefði kosið hægri en þar er tattú sem þarna hefði loks, öllum þessum árum síðar, getað komið sér vel myndrænt séð. En Villi vildi fá vinstri öxlina. Ekki vafðist fyrir þrautþjálfuðum hjúkrunarfræðingnum að smella efninu í bíngóvöðva blaðamannsins.vísir/vilhelm Ók. Ég var klár í bólusetninguna, stillti mér upp og reyndi að bera mig vel. En þá sagði Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis skyndilega og var rokinn með það sama: Þarna er Örn Árna! Örn Árna? Hver er það? Og mundi þá að Villi er úr Kópavogi. Auðvitað. Spaugstofan er mætt. Það voru sem sagt allir á staðnum. Þvílík fagmennska höfð í frammi Fljótt á litið virtist vera talsvert meira um karlmenn í salnum en konur. Og mér sýndist þeir vera talsvert eldri en ég, sem er auðvitað skynvilla sem tengist því að þessi blaðamaður upplifir sig miklu yngri en hann er. Fram hefur komið að þessum birgðum af AstraZeneka eigi að dæla í karlpeninginn vegna afar fátíðra aukaverkana sem einkum hafa sýnt sig hjá konum á miðjum aldri; blóðtappi. En rétt er sem fram hafði komið, þetta var ekkert mál. Hjúkrunarfræðingurinn var þaulvanur og eldsnögg að dæla í upphandleggsvöðvann því sem þangað var ætlað af efninu AstraZeneka. Náði varla að segja góðan daginn. Eftir sprautuna var mönnum gert að sitja kyrrir í tíu mínútur til að sjá hvort fram kæmu einhverjar bráðaaukaverkanir. Ekki bar neitt á slíku. Íslendingar ekki óagaðir þegar allt kemur til alls Svo var þetta bara búið. Eiginlega áður en það byrjaði. Ég sat eins og álfur í sætinu mínu, að myndast við að taka sjálfu af mér á símann. Árni lögregluþjónn þurfti að stugga við mér. Farið var úr salnum og út um hliðardyr. Heimir Már tók vinnuna með sér í bólusetninguna en þarna er Agnar Darri Heimi til halds og trausts Vísir/vilhelm Ég var með mann með mér í því að taka niður fréttapunktana í tengslum við allt þetta, hann Heimi Má Pétursson, og hafði ekki áhyggjur af því að taka niður punkta. Hér má sjá hvað hann fann út úr því: Það verður að segjast að þetta gekk alveg með ólíkindum vel fyrir sig. Lengi hefur verið sagt um Íslendinga að þeir séu óagaðir og óskipulagðir en þessi bólusetningarframkvæmd er ekki beinlínis til þess fallin að styðja við kenningu. Þjóðverjar hefðu orðið stoltir af þessari framkvæmd, svo smurt gekk þetta fyrir sig. Íslendingar eru að sýna á sér nýja hlið. Þeir fara létt með að vera almennilegir, agaðir og skipulagðir þegar á reynir. Hugsanlega á eitthvað gott eftir að koma út úr þessum faraldri, þegar allt kemur til alls. Sennilega bara.
Heilbrigðismál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira