Reykjavíkurborg upplýsti ekki strax um myglu Valgerður Sigurðardóttir skrifar 30. apríl 2021 11:30 Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur verið duglegur við að taka ákvarðanir um milljarða verkefni. Verkefni líkt og að hressa upp á Grófarhúsið, kostnaður er áætlaður fjórir til fimm milljarðar. Tíu milljarðar eiga að fara í stafræna umbyltingu. Það er gert án þess að úttekt hafi farið fram um það hverju þessi umbylting eigi að skila og því hefur raunveruleg fjárhagsþörf stafrænnar umbyltingar ekki verið metin. Það sem er þó ótrúlegast í öllum þessum ákvörðunum er að stöðugt er að finnast mygla í bæði leik- og grunnskólum og ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig koma má í veg fyrir það. Innriendurskoðun varaði við Innriendurskoðun Reykjavíkurborgar varaði árið 2019 í skýrslu sinni við að tryggja þurfi viðhald. Í skýrslunni segir „Frá árinu 2008 hafa fjárheimildir til viðhalds verið langt undir þeim viðmiðum sem gert er ráð fyrir í innri leigu (1,5%). Innheimt viðhald umfram unnið er nú 3 ma.kr. Auknar fjárheimildir til viðhalds hafa ekki fengist.“ Núna eru því miður afleiðingarnar að koma í ljós skólahúsnæði er ekki allt heilnæmt lengur, Leikskólinn Kvistaborg er nýjasta dæmið. Kvistaborg Árið 2017 kom fyrst upp mygla í Kvistaborg. Eftir að mygla fannst 2017 var farið í framkvæmdir á húsnæðinu. Það er síðan árið 2020 að stjórnendur fara að biðja aftur um sýnatökur vegna myglu hjá Reykjavíkurborg í því rými þar sem framkvæmdir hefðu verið í árið 2017, því erindi var ekki svarað. Leikskólastjóri hafi því sjálfur samband við verkfræðistofu og óskaði eftir sýnatökum. Um mitt sumar 2020 greinist mygla eftir sýnatöku sem leikskólastjórinn óskaði eftir. Hins vegar þar sem niðurstöðurnar voru sendar beint til Reykjavíkurborgar var leikskólastjórinn ekki upplýstur um niðurstöðurnar fyrr en í mars 2021. Starfsfólk og börn hafa því verið í óheilnæmu húsnæði á meðan Reykjavíkurborg upplýsti ekki um málið. Málið er því svona, Reykjavíkurborg hlustaði ekki á stjórnenda þegar beðið er um sýnatöku. Mygla finnst og ekki er upplýst strax um málið. Síðast kom upp mygla í þessum sama leikskóla 2017, þá var farið í framkvæmdir. Árið 2020 finnst svo aftur mygla í skólanum. Hvar er sú mygla, jú í rýminu sem var lagað 2017. Þetta er með ólíkindum. Maður spyr sig Nú spyr ég sömu spurninga og ég spurði eftir að mygla kom aftur upp í Fossvogsskóla eftir miklar lagfæringar þar, hvernig má það vera að ekki sé betur haldið utanum framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar. Hvers vegna er tekur Reykjavíkurborg aftur við húsnæði eftir viðgerðir án þess að fullvissa sig um það að ekki sé lengur að finna myglu í húsnæðinu og að viðgerðir hafi verið fullnægjandi. Það alvarlegasta er svo, hvers vegna er líkt og í Fossvogsskóla er ekki upplýst strax um það þegar finnst mygla. Í Kvistaborg hafa núna verið börn og starfsfólk í húsnæði sem er óheilnæmt síðan síðasta sumar þegar þessi mygla fannst eftir sýnatöku. Það virðist vera að svona vinnubrögð séu dæmigerð fyrir þann meirihluta sem stýrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun