Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 83-85 | Ótrúleg sigurkarfa Ólafs tryggði Grindavík sigur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. maí 2021 22:15 Grindvíkingar fagna ótrúlegri sigurkörfu leiksins. Vísir/Bára Grindavík vann ótrúlegan sigur á KR í kvöld. Sigurkarfan var ein sú magnaðasta sem hefur sést í langan tíma en KR var stigi yfir og með boltann þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Lokatölur 85-83 Grindavík í vil. Það var fallegt vorkvöld í Vesturbæ Reykjavíkur þegar að Grindvíkingar mættu í heimsókn. Bæði lið höfðu átt svakalega leiki í umferðinni á undan. KR tapaði á flautukörfu gegn Haukum en Grindvíkingar höfðu unnið ÍR eftir frábæra endurkomu og flautukörfu frá Kristni Pálssyni. Ótrúlegir leikir báðir tveir en undirritaður var ekki að búast við því sem kom skyldi. Grindvíkingar byrjuðu leikinn mun betur. Komust fljótlega í 11-20 og voru mun grimmari. Greinilegt að dagskipun Daníels þjálfara var að mæta, láta finna fyrir sér varnarlega og mæta í hvert einasta sóknarfrákast. Það gekk vel upp og KR létu harða vörn Grindvíkinga fara í taugarnar á sér. Heimamenn klóruðu aðeins í bakkann en Grindvíkingar höfðu í raun tögl og haldir allan fyrri hálfleikinn. Bragi Guðmundsson átti frábæra innkomu fyrir gestina. Fiskaði ruðninga, setti stóra þrista og lét vaða að körfunni. Mathías Orri var bestur KRinga á fyrri hálfleik en hann var duglegur að komast inn í saumana á vörninni og fá villur. Grindvíkingar leiddu í hléi með níu stigum, 43-34. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, Grindvíkingar leiddu en KR var þó aldrei langt undan og hótuðu nokkrum sinnum að ná þeim gulu. Það var ekki fyrr en í lokin þegar sókn Grindvíkinga varð virkilega erfið að það kviknaði á Tyler Sabin. Hann kom KR yfir í fyrsta sinn 77-75 og þá héldu flestir að KR myndi sigla leiknum heim. En það var ekki raunin. Eftir að Matthías Orri setti tvö víti og kom KR fjórum stigum yfir þá skoraði Björgvin Hafþór strax þrist og minnkaði muninn í eitt stig með einungis tvær sekúndur eftir. KR átti innkast, en Matthías kastaði boltanum í hendurnar á Ólafi Ólafssyni sem þakkaði pent fyrir sig og setti flautukörfu fyrir aftan miðlínu, spjaldið ofaní og Grindavík vann ótrúlegan sigur 83-85. Ja hérna hér..... @olafur2811 2.3 sek eftir og Grindavík 1 undir. #dominosdeildin #körfubolti Domino's Tilþrifin klukkan 22.15! pic.twitter.com/bB2IAhU4oL— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) May 2, 2021 Joonas Jarvelainen skoraði 22 stig fyrir Grindavík en hjá KR var Tyler Sabin atkvæðamestur með 31 stig. Flest í síðari hálfleik. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar mættu mjög vel stemmdir til leiks og tilbúnir að selja sig dýrt. Þeir náðu strax forystu sem þeir héldu þangað til alveg í blálokin. Það er alltaf betra að þurfa ekki að elta hitt liðið heilan leik. Það sem gerði þó gæfumuninn var frákastabaráttan, sem Grindavík hreinlega slátraði. Sérstaklega sóknarlega þar sem Grindavík tók 25 sóknarfráköst gegn einungis 4 slíkum hjá KR. Hvað gekk vel? Það er ferlega gaman að fylgjast með samheldninni í Grindavíkurliðinu og hversu tilbúnir leikmenn liðsins eru í þau hlutverk sem þjálfarinn velur þeim. Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur til dæmis verið munstraður inn sem leikstjórnandi þar sem báðir leikstjórnendur liðsins eru fjarri góðu gamni. Hann stóð sig frábærlega í þessum leik. Fagnaðarlætin voru ógurleg eftir að boltinn söng í netinu.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Sem fyrr segir þá gekk KR bölvanlega að halda aftur af Grindvíkingum í sóknarfráköstunum. Grindvíkingar skoruðu 21 stig eftir sóknarfráköst. Þá er leikur Þóris Þorbjarnarsonar áhyggjuefni. Þessi fyrrum leikmaður Nebraska háskólans skoraði núll stig í kvöld á 22 mínútum. Hvað gerist næst? KR þurfa nauðsynlega að fara að ná sér í sigra svo þeir haltri ekki inn í úrslitakeppnina á 7 töpuðum leikjum í röð. Þeir mæta næst Stjörnunni í Ásgarði næsta föstudagskvöld klukkan 20:15. Grindvíkingar fá Tindastól í heimsókn þar sem sætaröðun í úrslitakeppninni er það sem skiptir öllu máli. Daníel: Við fengum framlag úr öllum áttum Daníel Guðni á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindvíkinga var hálforðlaus eftir að hans menn unnu annan leikinn í röð á flautukörfu. ,,Í leikhléinu þá kom bara Lalli með setninguna hans Baldurs, We will steal the ball. Það er það sem við gerðum, ná einu drippli og bara henda þessu upp. Þetta gekk upp“ Grindvíkingar höfðu forystu mestallan leikinn en misstu hana niður í fjórða leikhluta þegar KR náðu að komast yfir. „Þegar við tökum léleg skot eða töpum boltanum þá bara skora þeir í hvert skipti. Við höfðum gert vel í því að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri mestallan leikinn. En svo skora þeir 31 stig í fjórða leikhluta og við fundum ekki alveg flæðið. Er samt í það heila mjög sáttur við leikinn hjá strákunum“ Aðspurður sagði Daníel það vera ákveðin létti að vera nálægt því að vera öruggir í úrslitakeppnina. „já það er ákveðinn léttir sértaklega þegar við höfum lent í þessum forföllum. Missum tvo bestu boltabakverðina okkar í meiðsli en þá er svo geggjað að sjá menn stíga upp. Bjöggi er búinn að vera geggjaður og Kiddi búinn að stýra leiknum flott. Við fengum framlag úr öllum áttum og þegar lið stíga svona upp og gera þetta saman þá er þetta allt svo ógeðslega gaman“ Darri: Við þurfum að sýna meiri stöðugleika. Darri Freyr þurfti að bíta í það súra epli að sjá liðið sitt tapa á flautukörfu.vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason, þjálfari KR var ekki ánægður með leik sinna manna eftir tapið gegn Grindavík. Sagði að það væri ekki gaman að tapa tveimur leikjum í röð á flautukörfu. ,,Leikurinn skilgreinist ekki af þessu play-i, við vorum óánægðir með okkar frammistöðu í þrjá leikhluta og þar töpum við leiknum” KR voru í eltingaleik mestallan leikinn en náðu að komast yfir í lokin, Darri sagði að tapaðir boltar og fráköst hefðu kostað liðið. „Töpuðum boltanum klaufalega, en við erum 2 af 16 fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik. En það sem ég er ósáttur með er hvernig við töpuðum boltanum, við fengum held ég 21 stig í bakið á okkur eftir þessa töpuðu bolta og fengum á okkur 26 stig eftir sóknarfráköst. Þar tapast leikurinn“ Darri er þó ekki af baki dottinn þrátt fyrir erfið úrslit. ,,Við þurfum bara að horfa svolítið á þetta eins og „us versus the world“ og þjappa okkur saman. Þurfum að sýna meiri stöðugleika. Þetta er alltof stopult og við þurfum að fara í smá naflaskoðun." Dominos-deild karla KR Grindavík
Grindavík vann ótrúlegan sigur á KR í kvöld. Sigurkarfan var ein sú magnaðasta sem hefur sést í langan tíma en KR var stigi yfir og með boltann þegar leikurinn var svo gott sem búinn. Lokatölur 85-83 Grindavík í vil. Það var fallegt vorkvöld í Vesturbæ Reykjavíkur þegar að Grindvíkingar mættu í heimsókn. Bæði lið höfðu átt svakalega leiki í umferðinni á undan. KR tapaði á flautukörfu gegn Haukum en Grindvíkingar höfðu unnið ÍR eftir frábæra endurkomu og flautukörfu frá Kristni Pálssyni. Ótrúlegir leikir báðir tveir en undirritaður var ekki að búast við því sem kom skyldi. Grindvíkingar byrjuðu leikinn mun betur. Komust fljótlega í 11-20 og voru mun grimmari. Greinilegt að dagskipun Daníels þjálfara var að mæta, láta finna fyrir sér varnarlega og mæta í hvert einasta sóknarfrákast. Það gekk vel upp og KR létu harða vörn Grindvíkinga fara í taugarnar á sér. Heimamenn klóruðu aðeins í bakkann en Grindvíkingar höfðu í raun tögl og haldir allan fyrri hálfleikinn. Bragi Guðmundsson átti frábæra innkomu fyrir gestina. Fiskaði ruðninga, setti stóra þrista og lét vaða að körfunni. Mathías Orri var bestur KRinga á fyrri hálfleik en hann var duglegur að komast inn í saumana á vörninni og fá villur. Grindvíkingar leiddu í hléi með níu stigum, 43-34. Í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, Grindvíkingar leiddu en KR var þó aldrei langt undan og hótuðu nokkrum sinnum að ná þeim gulu. Það var ekki fyrr en í lokin þegar sókn Grindvíkinga varð virkilega erfið að það kviknaði á Tyler Sabin. Hann kom KR yfir í fyrsta sinn 77-75 og þá héldu flestir að KR myndi sigla leiknum heim. En það var ekki raunin. Eftir að Matthías Orri setti tvö víti og kom KR fjórum stigum yfir þá skoraði Björgvin Hafþór strax þrist og minnkaði muninn í eitt stig með einungis tvær sekúndur eftir. KR átti innkast, en Matthías kastaði boltanum í hendurnar á Ólafi Ólafssyni sem þakkaði pent fyrir sig og setti flautukörfu fyrir aftan miðlínu, spjaldið ofaní og Grindavík vann ótrúlegan sigur 83-85. Ja hérna hér..... @olafur2811 2.3 sek eftir og Grindavík 1 undir. #dominosdeildin #körfubolti Domino's Tilþrifin klukkan 22.15! pic.twitter.com/bB2IAhU4oL— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) May 2, 2021 Joonas Jarvelainen skoraði 22 stig fyrir Grindavík en hjá KR var Tyler Sabin atkvæðamestur með 31 stig. Flest í síðari hálfleik. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar mættu mjög vel stemmdir til leiks og tilbúnir að selja sig dýrt. Þeir náðu strax forystu sem þeir héldu þangað til alveg í blálokin. Það er alltaf betra að þurfa ekki að elta hitt liðið heilan leik. Það sem gerði þó gæfumuninn var frákastabaráttan, sem Grindavík hreinlega slátraði. Sérstaklega sóknarlega þar sem Grindavík tók 25 sóknarfráköst gegn einungis 4 slíkum hjá KR. Hvað gekk vel? Það er ferlega gaman að fylgjast með samheldninni í Grindavíkurliðinu og hversu tilbúnir leikmenn liðsins eru í þau hlutverk sem þjálfarinn velur þeim. Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur til dæmis verið munstraður inn sem leikstjórnandi þar sem báðir leikstjórnendur liðsins eru fjarri góðu gamni. Hann stóð sig frábærlega í þessum leik. Fagnaðarlætin voru ógurleg eftir að boltinn söng í netinu.Vísir/Bára Hvað gekk illa? Sem fyrr segir þá gekk KR bölvanlega að halda aftur af Grindvíkingum í sóknarfráköstunum. Grindvíkingar skoruðu 21 stig eftir sóknarfráköst. Þá er leikur Þóris Þorbjarnarsonar áhyggjuefni. Þessi fyrrum leikmaður Nebraska háskólans skoraði núll stig í kvöld á 22 mínútum. Hvað gerist næst? KR þurfa nauðsynlega að fara að ná sér í sigra svo þeir haltri ekki inn í úrslitakeppnina á 7 töpuðum leikjum í röð. Þeir mæta næst Stjörnunni í Ásgarði næsta föstudagskvöld klukkan 20:15. Grindvíkingar fá Tindastól í heimsókn þar sem sætaröðun í úrslitakeppninni er það sem skiptir öllu máli. Daníel: Við fengum framlag úr öllum áttum Daníel Guðni á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Bára Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindvíkinga var hálforðlaus eftir að hans menn unnu annan leikinn í röð á flautukörfu. ,,Í leikhléinu þá kom bara Lalli með setninguna hans Baldurs, We will steal the ball. Það er það sem við gerðum, ná einu drippli og bara henda þessu upp. Þetta gekk upp“ Grindvíkingar höfðu forystu mestallan leikinn en misstu hana niður í fjórða leikhluta þegar KR náðu að komast yfir. „Þegar við tökum léleg skot eða töpum boltanum þá bara skora þeir í hvert skipti. Við höfðum gert vel í því að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri mestallan leikinn. En svo skora þeir 31 stig í fjórða leikhluta og við fundum ekki alveg flæðið. Er samt í það heila mjög sáttur við leikinn hjá strákunum“ Aðspurður sagði Daníel það vera ákveðin létti að vera nálægt því að vera öruggir í úrslitakeppnina. „já það er ákveðinn léttir sértaklega þegar við höfum lent í þessum forföllum. Missum tvo bestu boltabakverðina okkar í meiðsli en þá er svo geggjað að sjá menn stíga upp. Bjöggi er búinn að vera geggjaður og Kiddi búinn að stýra leiknum flott. Við fengum framlag úr öllum áttum og þegar lið stíga svona upp og gera þetta saman þá er þetta allt svo ógeðslega gaman“ Darri: Við þurfum að sýna meiri stöðugleika. Darri Freyr þurfti að bíta í það súra epli að sjá liðið sitt tapa á flautukörfu.vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason, þjálfari KR var ekki ánægður með leik sinna manna eftir tapið gegn Grindavík. Sagði að það væri ekki gaman að tapa tveimur leikjum í röð á flautukörfu. ,,Leikurinn skilgreinist ekki af þessu play-i, við vorum óánægðir með okkar frammistöðu í þrjá leikhluta og þar töpum við leiknum” KR voru í eltingaleik mestallan leikinn en náðu að komast yfir í lokin, Darri sagði að tapaðir boltar og fráköst hefðu kostað liðið. „Töpuðum boltanum klaufalega, en við erum 2 af 16 fyrir utan þriggja stiga línuna í hálfleik. En það sem ég er ósáttur með er hvernig við töpuðum boltanum, við fengum held ég 21 stig í bakið á okkur eftir þessa töpuðu bolta og fengum á okkur 26 stig eftir sóknarfráköst. Þar tapast leikurinn“ Darri er þó ekki af baki dottinn þrátt fyrir erfið úrslit. ,,Við þurfum bara að horfa svolítið á þetta eins og „us versus the world“ og þjappa okkur saman. Þurfum að sýna meiri stöðugleika. Þetta er alltof stopult og við þurfum að fara í smá naflaskoðun."
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti