Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2021 20:00 Þórólfur Guðnason kemur af rísisstjórnarfundi eftir að hafa kynnt henni tillögur sínar Vísir/Vilhelm Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira