Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 10:42 Í yfirlýsingu NAMPU er því haldið fram að Helgi Seljan megi sæta ofsóknum af hálfu Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja en í yfirlýsingunni er sérstaklega bent á að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson hafi afhjúpað hneykslismál í lok árs 2019. Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. Yfirlýsingin er afar harðorð en hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum neðst í fréttinni. Samtökin, sem á ensku bera titilinn „the Namibia Media Professionals Union (NAMPU), telja að rauð ljós ættu að blikka vegna viðbragða Samherja við fréttum um Samherjaskjölin (Fishrot), eitt helsta hneykslismál síðustu ára en í kjölfarið hafi íslenskir blaðamenn mátt þola yfirgang og ofsóknir í formi áróðursherferðar. Ráðist að blaðamönnum Þar segir að Samherji, sem nú stendur í miðju ásakana og dómsmála er varða víðtæka spillingu, hafi ráðist í herferð þar sem ráðist er að blaðamönnum með afvegaleiðandi upplýsingum og beinum ógnunum með það fyrir augum að þagga fréttaflutning af umsvifum fyrirtækisins í Namibíu. Tekið er fram að fyrirtækið hafi vitaskuld fullan rétt á að bregðast við ásökunum en það ætti ekki að reyna að koma í veg fyrir rannsókn málsins og að um það sé fjallað. Namibískir blaðamenn standi heilshugar með íslenskum kollegum sem hafa mátt sæta ofsóknum af hálfu Samherja vegna fregna af Samherjaskjölunum. Að auki er skorað á blaðamenn og stjórnvöld sem hafa með fjölmiðlafrelsi að gera á Íslandi að vinna að alefli að því að afhjúpa spillingu. Blaðamenn eigi að hafa fullan rétt á því að verja sig gegn árásum Samherja, á sínum eigin vettvangi á samfélagsmiðlum. En þar er vísað til siðanefndardóms yfir Helga Seljan. NAMPU skorar jafnframt á samtök blaðamanna um heim allan að lýsa yfir stuðningi við þá íslenska blaðamenn sem hafa mátt þola annað eins og þetta. Hneykslismál sem varða umfangsmikla mútustarfsemi Þá er þess getið sérstaklega, í lok yfirlýsingar, að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson séu blaðamenn sem starfi fyrir íslenska ríkissjónvarpið og hafi í lok árs 2019 fjallað um Samherjaskjölin í fréttaþættinum Kveik, ásakanir um að Samherji hafi greitt milljónir dollara í mútur til þröngs hóps namibískra stjórnmála- og viðskiptamanna með það fyrir augum að komast yfir kvóta á hrossamakríl. Blaðamannafélag Íslands, undir formennsku nýs formanns, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem þessu tengist en þar er það átalið að Morgunblaðið birti auglýsingar frá Samherja; auglýsingar sem vísa á téða herferð sem beinist einkum gegn Helga Seljan. Í yfirlýsingu NAMPU er að endingu bent á að á lista Blaðamanna án landamæra þar sem fjölmiðlafrelsi er metið að Ísland sé átta sætum ofar á lista, í 16 sæti en Namibía er í því 24. Tengd skjöl Media_Release_-_Samherji's_attack_on_journalsitsPDF131KBSækja skjal Samherjaskjölin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Yfirlýsingin er afar harðorð en hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum neðst í fréttinni. Samtökin, sem á ensku bera titilinn „the Namibia Media Professionals Union (NAMPU), telja að rauð ljós ættu að blikka vegna viðbragða Samherja við fréttum um Samherjaskjölin (Fishrot), eitt helsta hneykslismál síðustu ára en í kjölfarið hafi íslenskir blaðamenn mátt þola yfirgang og ofsóknir í formi áróðursherferðar. Ráðist að blaðamönnum Þar segir að Samherji, sem nú stendur í miðju ásakana og dómsmála er varða víðtæka spillingu, hafi ráðist í herferð þar sem ráðist er að blaðamönnum með afvegaleiðandi upplýsingum og beinum ógnunum með það fyrir augum að þagga fréttaflutning af umsvifum fyrirtækisins í Namibíu. Tekið er fram að fyrirtækið hafi vitaskuld fullan rétt á að bregðast við ásökunum en það ætti ekki að reyna að koma í veg fyrir rannsókn málsins og að um það sé fjallað. Namibískir blaðamenn standi heilshugar með íslenskum kollegum sem hafa mátt sæta ofsóknum af hálfu Samherja vegna fregna af Samherjaskjölunum. Að auki er skorað á blaðamenn og stjórnvöld sem hafa með fjölmiðlafrelsi að gera á Íslandi að vinna að alefli að því að afhjúpa spillingu. Blaðamenn eigi að hafa fullan rétt á því að verja sig gegn árásum Samherja, á sínum eigin vettvangi á samfélagsmiðlum. En þar er vísað til siðanefndardóms yfir Helga Seljan. NAMPU skorar jafnframt á samtök blaðamanna um heim allan að lýsa yfir stuðningi við þá íslenska blaðamenn sem hafa mátt þola annað eins og þetta. Hneykslismál sem varða umfangsmikla mútustarfsemi Þá er þess getið sérstaklega, í lok yfirlýsingar, að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson séu blaðamenn sem starfi fyrir íslenska ríkissjónvarpið og hafi í lok árs 2019 fjallað um Samherjaskjölin í fréttaþættinum Kveik, ásakanir um að Samherji hafi greitt milljónir dollara í mútur til þröngs hóps namibískra stjórnmála- og viðskiptamanna með það fyrir augum að komast yfir kvóta á hrossamakríl. Blaðamannafélag Íslands, undir formennsku nýs formanns, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem þessu tengist en þar er það átalið að Morgunblaðið birti auglýsingar frá Samherja; auglýsingar sem vísa á téða herferð sem beinist einkum gegn Helga Seljan. Í yfirlýsingu NAMPU er að endingu bent á að á lista Blaðamanna án landamæra þar sem fjölmiðlafrelsi er metið að Ísland sé átta sætum ofar á lista, í 16 sæti en Namibía er í því 24. Tengd skjöl Media_Release_-_Samherji's_attack_on_journalsitsPDF131KBSækja skjal
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11