„Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja“ Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 11:21 Lögmennirnir Sveinn Andri og Brynjar eru á öndverðum meiði, einu sinni sem oftar, í málum sem tengjast Samherja og hvort mál yfirleitt tengist útgerðarfyrirtækinu yfirleitt. vísir/vilhelm Lögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Brynjar Níelsson alþingismaður er komnir í hár saman vegna frétta sem tengjast, eða tengjast ekki eftir atvikum, Samherja. Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“ Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Frétt þess efnis að DNB hafi verið sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins hefur vakið mikla athygli. Sveinn Andri bendir á það í Facebook-færslu, þetta sé meðal annars fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. „Samherji hlýtur að svara þessu með myndbandi á YouTube,“ segir Sveinn Andri. Þingmaðurinn Brynjar er snöggur til svara og spyr: „Hvað hefur þetta með Samherja að gera?“ Í kjölfarið fylgja harkaleg orðaskipti. Sveinn spyr Brynjar hvort hann kunni ekki að lesa en Brynjar spyr á móti hvert brot Samherja sé? Vænir Brynjar um að ganga erinda Samherja Í fjörlegum umræðum er bent á að Samherji sé grunaður um að stunda peningaþvætti og DNB að tilkynna ekki millifærslur samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlitsins í Noregi sem grunsamlegar millifærslur. Brynjar vill hins vegar benda Sveini á að svona málflutningur gangi ekki, Sveinn sé að afvegaleiða umræðuna. „Það er búið að fella niður rannsókn á meintu peningaþvætti í Noregi. Þetta mál FME í Noregi snýr að bankanum og starfsemi hans. Segir ekkert um möguleg brot Samherja.“ En Sveinn Andri gefur ekkert eftir og vænir Brynjar um að ganga erinda útgerðarfyrirtækisins: „Brynjar, með fullri virðingu fyrir þér, sem talsmanni Samherja, þá er ég að vísa til myndabandsþátta Samherja þar sem mikið var lagt upp úr því að DNB hefði verið hvítþveginn af ríkissaksóknara Noregs. Sá hins vegar vísaði málinu til norska fjármálaeftirlitsins. Sem nú hefur sektað bankann. Flestum ætti að giska alvarlegt að DNB sé sektaður um 6 milljarða fyrir m.a. að hafa ekki framfylgt lögum um peningaþvætti gagnvart Samherja.“ Óboðleg framsetning af lögmanni Brynjar lætur þessu ekki ósvarað. Segir þetta ekki boðlega framsetningu af lögmanni. „Rannsókn hefur farið fram á meintum skattsvikum og peningaþvætti Samherja. Hún var felld niður,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að eftir hafi staðið rannsókn fjármálaeftirlitsins á starfsháttum bankans með tilkynningar um færslur. Bankinn viðurkenni að þar hafi pottur verið brotinn og greiði sekt. „Þetta hefur ekkert með Samherja að gera eða hugsanleg brot hans. Ég veit ekkert þetta myndband og minnist ekki þess að hafa séð það. Þú lætur kappið bera fegurðina ofurliði. Greinilega ekki verið alinn upp í Val.“
Alþingi Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21