Listamenn telja bæjarstjóra Hafnarfjarðar beita ritskoðun með því að fjarlægja listaverk tengt stjórnarskránni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:22 Hér má sjá listaverk Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro á vegg Hafnarborgar áður en það var fjarlægt. Listamenn segja bæjarstjóra Hafnarfjarðar hafa gerst seka um ritskoðun þegar verk sem tengist nýju stjórnarskránni var fjarlægt af vegg Hafnarborgar í gær. Bæjarstjóri segir tilskilin leyfi ekki hafa verið fyrir hendi. Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“ Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sýningin „Í leit að töfrum - tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir myndlistartvíeykið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro hefur verið í menningarhúsinu Hafnarborg í Hafnarfirði síðan í mars. Verkið hefur hlotið nokkra athygli og var hluti af Listahátíð Reykjavíkur í haust sem tvíeykið hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir. Á föstudag var eitt verk sýningarinnar flutt út á gafl Hafnarborgar en í gærmorgun var það tekið niður í óþökk listamannanna. „Við fáum símtal frá forstöðumanni Hafnarborgar í gærmorgun um að það hafi verið fram á það af bæjarstjóra Hafnarfjarðar og yfirmanni menningarmálasviðs að verk okkar yrði fjarlægt af sýningunni,“ segir Ólafur. Þegar þau fóru á svæðið eftir símtalið var verkið horfið af húsinu. Ólafur segist þá hafa hringt á lögreglu og tilkynnt um þjófnað á listaverki. „Vegna þess að þegar við mætum er verkið farið. Það er enginn á staðnum og við vitum ekki hvar það er,“ segir hann. „Lögreglan kom og talaði við okkur en skömmu áður kom bæjarstarfsmaður, skilaði verkinu og staðfesti að bæjarstjóri og yfirmaður menningarsviðs hefðu gefið tilskipun um að hann færi og tæki niður verkið.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að tilskilin leyfi fyrir því að hafa verkið á útvegg hússins hafi ekki legið fyrir.Vísir/Egill Verkið tengist nýju stjórnarskránni og er stór grænn borði með stækkaðri mynd af einum af þeim miðum sem þátttakendur á fundi stjórnlagaráðs notuðu fyrir ábendingar. „Þessi miði var ábending til Alþingis og viðkomandi þátttakandi í þjóðfundinum hafði skrifað „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðu stjórnlagaþings“,“ segir Ólafur. Hann segir alltaf hafa staðið til að eitt verk sýningarinnar yrði fyrir utan safnið. Munnlegt leyfi fyrir því að flytja verkið hafi fengist frá starfsmönnum framkvæmdasviðs Hafnarfjarðar á fimmtudag, degi áður en það var strengt upp á húsið í samstarfi við starfsmenn Hafnarborgar. „Við vinnum út frá því að hleypa samfélaginu inn á söfnin og sýningar og um leið að hleypa listinni sem við erum að sýna út fyrir veggi safnsins. Þetta höfum við til dæmis gert á íslenska skála Fenyejartvíæringsins,“ segir Ólafur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir hins vegar að tilskilin leyfi hafi ekki legið fyrir. Hún vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu en sagði að það yrði skoðað nánar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk sem tengist ákalli um nýja stjórnarskrá er fjarlægt. Í fyrra var veggur með áletrun þess efnis háþrýstiþveginn og hreinsaður. Ólafur telur þetta vera ritskoðun. „Þetta er í fyrsta sinn sem við upplifum það á okkar tuttugu og fjögurra ára ferli að verk er með þessum hætti er fjarlægt. Verk sem við höfum leyfi fyrir. Og aldrei nokkurn tímann hefur það gerst að bæjarstjóri fyrirskipi með þessum hætti að starfsmaður bæjarins sé sendur út að morgni sunnudags, áður en listasafnið opnar, að verk sé fjarlægt í óþökk listamanna og forstöðumanns safnsins.“
Stjórnarskrá Styttur og útilistaverk Hafnarfjörður Tjáningarfrelsi Menning Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira