Elínborg sakfelld: „Þetta eru mjög skýr skilaboð til mín um að hafa mig hæga“ Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 10:34 Elínborg Harpa hefur síðustu ár meðal annars verið áberandi fulltrúi No Borders hreyfingarinnar. Vísir Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, var í dag sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglunnar. Var hún sakfelld í öllum ákæruliðum og dæmd til að greiða 1.150.000 krónur í málskostnað. Henni var einnig gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þetta staðfestir Elínborg í samtali við Vísi og segir um að ræða mjög þunga refsingu fyrir þátttöku í mótmælum. Fréttablaðið greindi fyrst frá dómsuppkvaðningunni. Elínborg segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún hyggist áfrýja dómunum þar sem slíkt ferli sé mjög kostnaðarsamt. „Ég bjóst alveg við þessu. Þetta er alveg í takt við það hvernig ríkisvaldið er búið að koma fram við aðgerðasinna síðustu áratugi. Þetta eru mjög skýr skilaboð til mín um að hafa mig hæga og nýta ekki mitt frelsi til að mótmæla og ekki mitt tjáningarfrelsi heldur ef það fer í taugarnar á lögreglunni. Núna ef ég efast eitthvað um lögregluna á einhverjum mótmælum, eða á göngu eins og á Hinsegin dögum þar sem ég var handtekin, og er dæmd sek þá geta þau stungið mér í steininn í tvo mánuði og þetta gildir um mig næstu tvö ár. Það eru bara ótrúlega skýr skilaboð frá þeim að það megi ekki efast um um rétt lögreglunnar til að binda enda á friðsæl mótmæli.“ Sakfelld fyrir að sparka í lögreglumann Elínborg var sakfelld í þremur ákæruliðum. Í fyrsta lagi var hún ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg hefur alla tíð neitað því að hafa sparkað í lögreglumanninn og segir að myndbönd af atvikinu og sjónarvottar staðfesti þá frásögn. Vitnisburður lögreglumannsins og annars, sem sneri baki í þau að sögn Elínborgar, hafi þó dugað til að sakfella hana fyrir að brotið. Einnig var Elínborg sakfelld fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar hún var beðin um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Hún segist hafa verið búin að færa sig frá dyrunum þegar hún var handtekin. „Við vorum í listrænum gjörningi með límband fyrir munninum og hendur upp í loft. Þá var ég að biðja hann um að gefa fyrirmæli á ensku þegar hann byrjaði að hóta því að handtaka fólk. Þá var ég handtekin en var ekki gefin skýr skipun,“ segir Elínborg en tveir aðrir voru handteknir. Mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu Í þriðja ákærulið var Elínborg sakfelld fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hún tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa yfirgefa ekki vettvang og halda för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019. Að sögn Elínborgar gerðu mótmælendurnir í dómsmálaráðuneytinu sér upphaflega ekki grein fyrir því að lögreglu væri heimilt að vísa þeim úr anddyri opinberar byggingar. Þá segist hún hafa ákveðið að standa hjá manni sem glímdi við andleg veikindi á meðan lögregla hafði afskipti af honum eftir að hafa spurt hvort hann vildi hafa hana viðstadda. Segir réttarkerfið vera úldið Elínborg segist hafa borið lítið traust til íslensks réttarkerfis fyrir dóminn og það hafi ekki aukist með þessari niðurstöðu. „Ástæðan fyrir því að ég mun mögulega ekki áfrýja er af því að ég treysti kerfinu svo ótrúlega takmarkað. Og þá fyrst og fremst eftir að hafa séð meðferðina á Ragnheiði [Freyju Kristínardóttur] og Jórunni [Eddu Helgadóttur], meðferðina á Freyju Haraldsdóttur og meðferðina á vinum mínum sem eru á flótta og hafa sótt sinn rétt til dómstóla. Líka hvernig komið var fram við Gálgahraunsfólkið og Erna Reka sem var tveggja ára stúlka frá Albaníu. Öll þessi mál sýna mér bara hvað kerfið er ógeðslega úldið að innan. Það er slæmt að þetta sé það sem við treystum fyrir réttlætinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Gleðigangan Tengdar fréttir Lögreglan fór ekki fram úr valdheimildum sínum við handtökur á Austurvelli og í Gleðigöngunni Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur skilað niðurstöðum sínum úr tveimur málum sem komu inn á borð nefndarinnar. Málin urðu bæði mikill fréttamatur. 9. nóvember 2019 16:00 Það er ekkert sport að láta handtaka sig Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti lýsir reynslu sinni af því að liðsinna hælisleitendum, viðmóti fólks og vinnubrögðum lögreglu. Olivia Bockob er fædd í Kamerún og fékk vernd á Íslandi eftir nærri tveggja ára baráttu og lýsir erfiðri reynslu sinni. 4. maí 2019 07:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
Var hún sakfelld í öllum ákæruliðum og dæmd til að greiða 1.150.000 krónur í málskostnað. Henni var einnig gert að sæta tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þetta staðfestir Elínborg í samtali við Vísi og segir um að ræða mjög þunga refsingu fyrir þátttöku í mótmælum. Fréttablaðið greindi fyrst frá dómsuppkvaðningunni. Elínborg segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún hyggist áfrýja dómunum þar sem slíkt ferli sé mjög kostnaðarsamt. „Ég bjóst alveg við þessu. Þetta er alveg í takt við það hvernig ríkisvaldið er búið að koma fram við aðgerðasinna síðustu áratugi. Þetta eru mjög skýr skilaboð til mín um að hafa mig hæga og nýta ekki mitt frelsi til að mótmæla og ekki mitt tjáningarfrelsi heldur ef það fer í taugarnar á lögreglunni. Núna ef ég efast eitthvað um lögregluna á einhverjum mótmælum, eða á göngu eins og á Hinsegin dögum þar sem ég var handtekin, og er dæmd sek þá geta þau stungið mér í steininn í tvo mánuði og þetta gildir um mig næstu tvö ár. Það eru bara ótrúlega skýr skilaboð frá þeim að það megi ekki efast um um rétt lögreglunnar til að binda enda á friðsæl mótmæli.“ Sakfelld fyrir að sparka í lögreglumann Elínborg var sakfelld í þremur ákæruliðum. Í fyrsta lagi var hún ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg hefur alla tíð neitað því að hafa sparkað í lögreglumanninn og segir að myndbönd af atvikinu og sjónarvottar staðfesti þá frásögn. Vitnisburður lögreglumannsins og annars, sem sneri baki í þau að sögn Elínborgar, hafi þó dugað til að sakfella hana fyrir að brotið. Einnig var Elínborg sakfelld fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar hún var beðin um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Hún segist hafa verið búin að færa sig frá dyrunum þegar hún var handtekin. „Við vorum í listrænum gjörningi með límband fyrir munninum og hendur upp í loft. Þá var ég að biðja hann um að gefa fyrirmæli á ensku þegar hann byrjaði að hóta því að handtaka fólk. Þá var ég handtekin en var ekki gefin skýr skipun,“ segir Elínborg en tveir aðrir voru handteknir. Mótmæltu í dómsmálaráðuneytinu Í þriðja ákærulið var Elínborg sakfelld fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hún tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa yfirgefa ekki vettvang og halda för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019. Að sögn Elínborgar gerðu mótmælendurnir í dómsmálaráðuneytinu sér upphaflega ekki grein fyrir því að lögreglu væri heimilt að vísa þeim úr anddyri opinberar byggingar. Þá segist hún hafa ákveðið að standa hjá manni sem glímdi við andleg veikindi á meðan lögregla hafði afskipti af honum eftir að hafa spurt hvort hann vildi hafa hana viðstadda. Segir réttarkerfið vera úldið Elínborg segist hafa borið lítið traust til íslensks réttarkerfis fyrir dóminn og það hafi ekki aukist með þessari niðurstöðu. „Ástæðan fyrir því að ég mun mögulega ekki áfrýja er af því að ég treysti kerfinu svo ótrúlega takmarkað. Og þá fyrst og fremst eftir að hafa séð meðferðina á Ragnheiði [Freyju Kristínardóttur] og Jórunni [Eddu Helgadóttur], meðferðina á Freyju Haraldsdóttur og meðferðina á vinum mínum sem eru á flótta og hafa sótt sinn rétt til dómstóla. Líka hvernig komið var fram við Gálgahraunsfólkið og Erna Reka sem var tveggja ára stúlka frá Albaníu. Öll þessi mál sýna mér bara hvað kerfið er ógeðslega úldið að innan. Það er slæmt að þetta sé það sem við treystum fyrir réttlætinu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Gleðigangan Tengdar fréttir Lögreglan fór ekki fram úr valdheimildum sínum við handtökur á Austurvelli og í Gleðigöngunni Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur skilað niðurstöðum sínum úr tveimur málum sem komu inn á borð nefndarinnar. Málin urðu bæði mikill fréttamatur. 9. nóvember 2019 16:00 Það er ekkert sport að láta handtaka sig Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti lýsir reynslu sinni af því að liðsinna hælisleitendum, viðmóti fólks og vinnubrögðum lögreglu. Olivia Bockob er fædd í Kamerún og fékk vernd á Íslandi eftir nærri tveggja ára baráttu og lýsir erfiðri reynslu sinni. 4. maí 2019 07:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Sjá meira
Lögreglan fór ekki fram úr valdheimildum sínum við handtökur á Austurvelli og í Gleðigöngunni Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur skilað niðurstöðum sínum úr tveimur málum sem komu inn á borð nefndarinnar. Málin urðu bæði mikill fréttamatur. 9. nóvember 2019 16:00
Það er ekkert sport að láta handtaka sig Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti lýsir reynslu sinni af því að liðsinna hælisleitendum, viðmóti fólks og vinnubrögðum lögreglu. Olivia Bockob er fædd í Kamerún og fékk vernd á Íslandi eftir nærri tveggja ára baráttu og lýsir erfiðri reynslu sinni. 4. maí 2019 07:30