Samkeppni um Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 5. maí 2021 11:00 Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun