Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 06:47 Hafa ber í huga að þær tölur sem birtar eru á vef Lyfjastofnunar snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun. Heildarfjöldi tilkynninga telja nú 873. Vísir/Vilhelm Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira