ÍAV vilja fá 3,8 milljarða eftir að þeim var úthýst á Kirkjusandi Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2021 12:24 Kosnaður við byggingu húsanna þriggja sem ÍAV var með samning um er um tíu milljarðar króna. Heildarkostnaður við uppbyggingu á reitnum er hins vegar áætlaður um 22 milljarðar króna TÖLVUMYND/ONNO EHF Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) fara fram á að 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðir hf. greiði félaginu 3,8 milljarða króna í tengslum við deilur um uppbyggingu á svokölluðum Kirkjusandsreit. 105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV um byggingu þriggja húsa á svæðinu upp á um tíu milljarða króna í lok febrúar. ÍAV telur riftunina ekki standast lög og hefur stefnt 105 Miðborg og Íslandssjóðum. Íslandssjóðir eru í eigu Íslandsbanka og er greint frá stefnunni í ársfjórðungsuppgjöri bankans sem birt var í gær. Fjárfestingafélagið 105 Miðborg er í stýringu Íslandssjóða og vinnur að uppbyggingu íbúða, hótels, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á svæðinu. Stefna ÍAV var lögð fram þann 3. maí en fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka að 105 Miðborg hafi áður hafnað kröfum ÍAV og undirbúi nú gagnstefnu. Er það mat Íslandssjóða að félagið sé ekki beinn aðili að deilunni. Að sögn Íslandsbanka var ekki búið að gaumgæfa kröfurnar sem settar eru fram í stefnunni nægilega fyrir birtingu ársfjórðungsuppgjörsins þar sem stefnan var lögð fram einungis tveimur dögum fyrir birtingu uppgjörsins. Fóru fram á að ÍAV löguðu galla án aukagreiðslna Deilan snýst um byggingu þriggja húsa, tveggja íbúðarhúsa sem eru nánast tilbúin og búið að afhenda og skrifstofubyggingar sem er langt komin. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á tíu milljarða og er verkefnið nú komið í hendurnar á öðrum verktökum sem 105 Miðborg réð til að ljúka framkvæmdunum. Er deilt um tafir á afhendingu húsanna og lagfæringar sem 105 Miðborg telur að ÍAV eigi að bæta og greiða fyrir. Í svörum ÍAV frá því í byrjun mars sagði að verkkaupinn ætti að greiða fyrir hluta verksins sem fallið hafi utan samnings og einnig taka tillit til ýmissa utanaðkomandi þátta, einkum Covid-19, við ákvörðun verktíma og viðbótarkostnaðar. ÍAV hafi boðað stöðvun verksins í janúar vegna ósamkomulags við 105 Miðborg en fallið frá henni eftir loforð um úrbætur sem ekki hafi staðist. Þá sagði í yfirlýsingu ÍAV að fyrirtækið hafi ekki fengið greitt vegna vinnu við verkið frá lokum nóvember í fyrra.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira