Fótbolti

Sigrar hjá Ís­lendinga­liðunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaugur Victor nældi sér í gult spjald í 2-1 sigri.
Guðlaugur Victor nældi sér í gult spjald í 2-1 sigri. Darmstadt

Íslendingalið OB og Darmstadt unnu sína leiki í dönsku úrvalsdeildinni og þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Aron Þrándarson spilaði 77 mínútur í 1-0 sigri OB á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Sveinn Aron Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk liðsins. 

Gestirnir frá Álaborg jöfnuðu metin í uppbótartíma en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins.

Liðin eru í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar en á meðan Álaborg á möguleika að komast í umspil um sæti í Sambandsdeild UEFA [e. Conference League] þá situr OB í 9. sæti með 36 stig.

Þó aðeins séu 12 lið í deildinni og neðstu tvö falli er OB öruggt með sæti sitt í deildinni.

Þá fékk Guðlaugur Victor Pálsson gult spjald í 2-1 útisigri Darmstadt á Hannover 96 er liðin mættust í þýsku B-deildinni. Guðlaugur lék allan leikinn á miðju Darmstadt.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust heimamenn yfir á 51. mínútu en Darmstadt svaraði með tveimur mörkum og vann leikinn 2-1.

Darmstadt er í 9. sæti með 45 stig að loknum 32 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×