Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliði í samtali við Vísi.
Slökkvilið hefur haft í nógu að snúast í dag, en það var kalla út um klukkan hálf þrjú vegna sinuelds í hrauni milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Slökkvistarfi þar var lokið skömmu fyrir klukkan 16 og er nú unnið þar að frágangi.