Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 88-73 | Njarðvíkingar sleppa við fall Atli Arason skrifar 10. maí 2021 22:01 ÍR - Njarðvík. Domino's deild karla. Vetur 2020-2021. Körfubolti. Gestirnir byrjuðu leik liðanna í kvöld örlítið betur fyrstu mínútna en Njarðvíkingar voru ekki langt á eftir. Heimamenn hitnuðu svo vel eftir því sem leið á fyrsta leikhluta og Logi Gunnarson kom þeim yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Njarðvík kláraði leikhlutan með 13-2 kafla og fór svo að Njarðvík var yfir eftir fyrsta fjórðung, 23-18. Antonio Hester var lengi í gang en hann átti síðar eftir að taka leikinn yfir. Njarðvíkingar komu inn í annan leikhluta af sama krafti og þeir kláruðu þann fyrsta. Njarðvík komst mest í 13 stiga forystu í stöðunni 36-23 þegar einungis 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta en eftir það forskot fóru heimamenn aftur að hitta illa úr tilraunum sínum og gestirnir gengu á lagið með flottum varnarleik ásamt því að setja nóg af stigum á töfluna. Við tók 4-14 kafli hjá Þór þar sem Adomas Drungilas var flottur. Drunglias tók málin í sínar hendur og setti niður stig, fráköst og stoðsendingar og staðan varð skyndilega orðinn 40-37 þegar 3 mínútur voru eftir. Bæði lið héldu uppteknum hætti út annan leikhluta, Njarðvík hitti ekki á meðan Þór hitti. Ragnar Braga lýkur leikhlutanum með flautuþrist og því gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 43-46 fyrir Þór. Það var þó nánast aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í síðari hálfleik. Njarðvíkingar koma af fítóns krafti inn í þriðja leikhluta og náðu forskotinu aftur þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af leikhlutanum. Antonio Hester fór í einhvern trölla ham og það réð enginn við hann. Maciej Baginski setti einnig nokkrar flottar körfur og það gerði Kyle Johnson líka. Á sama tíma var varnarleikur Njarðvíkur til fyrirmyndar og þeir keyrðu Þórsara í kaf og unnu þriðja leikhluta 23-12 og staðan fyrir lokaleikhlutan var því 66-58. Með dyggum stuðningi úr stúkunni í Ljónagryfjunni litu Njarðvíkingar ekki um öxl í síðasta fjórðungi. Hester sá um stigaskorunina með hjálp frá Loga og Maciej og þegar síðasti leikhlutinn var hálfnaður voru heimamenn komnir með 20 stiga forskot. Eftir að hafa verið skotnir í kaf fóru Þórsarar að spila betur og náðu að halda leiknum u.þ.b. í þessum mun en gestirnir skora síðustu fjögur stig leiksins sem lýkur með 15 stiga sigri Njarðvíkur, 88-73. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru frábærir í kvöld og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Ef liðið hefði sýnt svona frammistöðu oftar í vetur þá væru þeir án vafa í úrslitakeppninni. Þeir voru betri en Þorlákshafnarbúar á flestum vígvöllum í dag þegar heilt er á litið. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester á nánast einn skilið hrós hér. Eftir að hafa farið hægt af stað og til að mynda hitt illa úr vítunum sínum í upphafi leiks þá tók hann leikinn yfir eftir því sem leið á og það réð enginn við hann undir körfunni. Hester skilaði alls 30 stigum og tók þar að auki 20 fráköst. Allt í allt 37 framlagspunktar frá Hester, næstum því helmingi meira en næsti maður á vellinum, Styrmir Snær Þrastarson, en Styrmir var með 19 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Úrslitin þýða að Njarðvík sleppur við fall en á sama tíma missa þeir af sæti í úrslitakeppninni á innbyrðis viðureignum gegn Tindastól. Þór Þorlákshöfn var nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þar sem þeir mæta Þór frá Akureyri. Einar Árni: Viðhorfið okkar var gagnvart því að vera áfram í deildinni Einar er líklega að hætta með Njarðvík.vísir/bára Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, var bæði sár og glaður er hann var gripinn í viðtal strax eftir leik. „Tilfinningin er blendin, hún er virkilega góð með frammistöðuna og hjartað í Njarðvíkurliðinu í kvöld og vel gert í síðustu tveimur leikjum, ég er virkilega ánægður með það og ég ætla að berjast fyrir því að láta það standa upp úr því við lögðum áherslu á það, að strákarnir tækluðu þetta verkefni og væru ekki að hugsa um neitt annað. Viðhorfið okkar var gagnvart því að vera áfram í deildinni og við vissum ekkert hvernig aðrir leikir voru að fara.“ „Á sama tíma er svekkjandi miðað við þær fréttir sem maður er með að við séum ekki í úrslitakeppninni, því þetta Njarðvíkur lið sem er búið að vera að spila síðustu leiki á að vera í úrslitakeppni.“ Það var stór munur á frammistöðu Njarðvíkur í fyrri og síðari hálfleik. Einar var spurður að því hvað hann hafi sagt í hálfleik til að kveikja svona hressilega í sínum mönnum. „Í rauninni bara halda okkur í því sem við vorum að gera vel fyrstu 13 mínúturnar. Við vorum upp 13 stig held ég. Það voru bara þessar síðustu 6-7 mínútur í fyrri hálfleik sem voru bara ekki nógu góðar. Í gruninn þá var þetta ekki flókið. Við þurfum bara að velja betur á opnum velli, við vorum að slútta of oft og farnir að flýta okkur og vorum að taka misgóð skot. Við þurftum að fara í 5 á 5 leik á hálfum velli. Við töldum okkur vera með styrk sem við gátum nýtt okkur í hálfum velli. Þeir [Þór] eru geggjaðir í sóknarleik á opnum velli en á sama tíma eru þeir ekki besta varnarliðið þó svo að þeir hafi varist ágætlega í vetur. Þetta var svolítið spurning um það, að láta þá þurfa að verjast. Við vorum svolítið mikið í línuhlaupi, þetta var allt of mikið fram og til baka. Stundum þurfum við að hægja á og framkvæma betur á hálfum velli og við gerðum það mjög vel í síðari hálfleik. Svo verð ég að minnast á Hester sem var náttúrlega bara rosalegur á báðum endum vallarins í kvöld,“ svaraði Einar Árni en mögulega var þetta síðasti leikur Einars með liðið. „Á ekki von á því að vera áfram í Njarðvík“ Lárus: Tilbúnir í hvað sem er Lárus Jónsson var óánægður með lokamínúturnar hjá Þór í kvöld.vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, var auðmjúkur er hann kom í viðtal strax eftir leik. „Ég vil byrja á því að óska Njarðvíkingum til hamingju. Þeir voru vel studdir af áhorfendum sínum í kvöld og sýndu í raun hversu megnugir þeir eru en þeir voru miklu ákveðnari í sínum aðgerðum. Þeir pökkuðu okkur saman í fráköstum og þeir áttu sigurinn fyllilega vel skilið.“ „Þeim langaði þetta meira. Þeir voru að fara með okkur undir körfuna og hrifsuðu svo öll fráköst.“ Þór var þremur stigum yfir í hálfleik en tapa seinni hálfleiknum með 18 stigum, Lárus var því spurður út í dapra frammistöðu Þórs í seinni hálfleik. „Við spiluðum vel seinni partinn af öðrum leikhluta, þá kikkaði sóknarleikurinn okkar inn og við spiluðum nokkuð vel þá en allan seinni hálfleikinn þá hittum við alveg rosalega illa. Við vorum nánast að skapa okkur fleiri færi í seinni hálfleik en í fyrri en við bara hittum ekki,“ svaraði Lárus. Vegna framlengingar í leik Tindastóls og Stjörnunnar var ekki ljóst hvort Þór Þorlákshöfn myndi fá Tindastól eða Þór Akureyri í fyrstu viðureign í úrslitakeppninni þegar viðtalið við Lárus var tekið, Lárus var því spurður að því hvort hann hefði einhverja óska mótherja í fyrstu viðureign úrslitakeppnirnar. „Er ekki skrifað í skýin að við fáum Stólana?“ spurði Lárus á móti áður en hann bætti við „við erum samt tilbúnir í hvað sem er.“ Tindastóll tapaði fyrir Stjörnunni í framlengingu og því er ljóst að Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri munu etja kappi í 8 liða úrslitunum í ár. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn
Gestirnir byrjuðu leik liðanna í kvöld örlítið betur fyrstu mínútna en Njarðvíkingar voru ekki langt á eftir. Heimamenn hitnuðu svo vel eftir því sem leið á fyrsta leikhluta og Logi Gunnarson kom þeim yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Njarðvík kláraði leikhlutan með 13-2 kafla og fór svo að Njarðvík var yfir eftir fyrsta fjórðung, 23-18. Antonio Hester var lengi í gang en hann átti síðar eftir að taka leikinn yfir. Njarðvíkingar komu inn í annan leikhluta af sama krafti og þeir kláruðu þann fyrsta. Njarðvík komst mest í 13 stiga forystu í stöðunni 36-23 þegar einungis 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta en eftir það forskot fóru heimamenn aftur að hitta illa úr tilraunum sínum og gestirnir gengu á lagið með flottum varnarleik ásamt því að setja nóg af stigum á töfluna. Við tók 4-14 kafli hjá Þór þar sem Adomas Drungilas var flottur. Drunglias tók málin í sínar hendur og setti niður stig, fráköst og stoðsendingar og staðan varð skyndilega orðinn 40-37 þegar 3 mínútur voru eftir. Bæði lið héldu uppteknum hætti út annan leikhluta, Njarðvík hitti ekki á meðan Þór hitti. Ragnar Braga lýkur leikhlutanum með flautuþrist og því gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 43-46 fyrir Þór. Það var þó nánast aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í síðari hálfleik. Njarðvíkingar koma af fítóns krafti inn í þriðja leikhluta og náðu forskotinu aftur þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af leikhlutanum. Antonio Hester fór í einhvern trölla ham og það réð enginn við hann. Maciej Baginski setti einnig nokkrar flottar körfur og það gerði Kyle Johnson líka. Á sama tíma var varnarleikur Njarðvíkur til fyrirmyndar og þeir keyrðu Þórsara í kaf og unnu þriðja leikhluta 23-12 og staðan fyrir lokaleikhlutan var því 66-58. Með dyggum stuðningi úr stúkunni í Ljónagryfjunni litu Njarðvíkingar ekki um öxl í síðasta fjórðungi. Hester sá um stigaskorunina með hjálp frá Loga og Maciej og þegar síðasti leikhlutinn var hálfnaður voru heimamenn komnir með 20 stiga forskot. Eftir að hafa verið skotnir í kaf fóru Þórsarar að spila betur og náðu að halda leiknum u.þ.b. í þessum mun en gestirnir skora síðustu fjögur stig leiksins sem lýkur með 15 stiga sigri Njarðvíkur, 88-73. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar voru frábærir í kvöld og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Ef liðið hefði sýnt svona frammistöðu oftar í vetur þá væru þeir án vafa í úrslitakeppninni. Þeir voru betri en Þorlákshafnarbúar á flestum vígvöllum í dag þegar heilt er á litið. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Hester á nánast einn skilið hrós hér. Eftir að hafa farið hægt af stað og til að mynda hitt illa úr vítunum sínum í upphafi leiks þá tók hann leikinn yfir eftir því sem leið á og það réð enginn við hann undir körfunni. Hester skilaði alls 30 stigum og tók þar að auki 20 fráköst. Allt í allt 37 framlagspunktar frá Hester, næstum því helmingi meira en næsti maður á vellinum, Styrmir Snær Þrastarson, en Styrmir var með 19 framlagspunkta. Hvað gerist næst? Úrslitin þýða að Njarðvík sleppur við fall en á sama tíma missa þeir af sæti í úrslitakeppninni á innbyrðis viðureignum gegn Tindastól. Þór Þorlákshöfn var nú þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þar sem þeir mæta Þór frá Akureyri. Einar Árni: Viðhorfið okkar var gagnvart því að vera áfram í deildinni Einar er líklega að hætta með Njarðvík.vísir/bára Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur, var bæði sár og glaður er hann var gripinn í viðtal strax eftir leik. „Tilfinningin er blendin, hún er virkilega góð með frammistöðuna og hjartað í Njarðvíkurliðinu í kvöld og vel gert í síðustu tveimur leikjum, ég er virkilega ánægður með það og ég ætla að berjast fyrir því að láta það standa upp úr því við lögðum áherslu á það, að strákarnir tækluðu þetta verkefni og væru ekki að hugsa um neitt annað. Viðhorfið okkar var gagnvart því að vera áfram í deildinni og við vissum ekkert hvernig aðrir leikir voru að fara.“ „Á sama tíma er svekkjandi miðað við þær fréttir sem maður er með að við séum ekki í úrslitakeppninni, því þetta Njarðvíkur lið sem er búið að vera að spila síðustu leiki á að vera í úrslitakeppni.“ Það var stór munur á frammistöðu Njarðvíkur í fyrri og síðari hálfleik. Einar var spurður að því hvað hann hafi sagt í hálfleik til að kveikja svona hressilega í sínum mönnum. „Í rauninni bara halda okkur í því sem við vorum að gera vel fyrstu 13 mínúturnar. Við vorum upp 13 stig held ég. Það voru bara þessar síðustu 6-7 mínútur í fyrri hálfleik sem voru bara ekki nógu góðar. Í gruninn þá var þetta ekki flókið. Við þurfum bara að velja betur á opnum velli, við vorum að slútta of oft og farnir að flýta okkur og vorum að taka misgóð skot. Við þurftum að fara í 5 á 5 leik á hálfum velli. Við töldum okkur vera með styrk sem við gátum nýtt okkur í hálfum velli. Þeir [Þór] eru geggjaðir í sóknarleik á opnum velli en á sama tíma eru þeir ekki besta varnarliðið þó svo að þeir hafi varist ágætlega í vetur. Þetta var svolítið spurning um það, að láta þá þurfa að verjast. Við vorum svolítið mikið í línuhlaupi, þetta var allt of mikið fram og til baka. Stundum þurfum við að hægja á og framkvæma betur á hálfum velli og við gerðum það mjög vel í síðari hálfleik. Svo verð ég að minnast á Hester sem var náttúrlega bara rosalegur á báðum endum vallarins í kvöld,“ svaraði Einar Árni en mögulega var þetta síðasti leikur Einars með liðið. „Á ekki von á því að vera áfram í Njarðvík“ Lárus: Tilbúnir í hvað sem er Lárus Jónsson var óánægður með lokamínúturnar hjá Þór í kvöld.vísir/bára Lárus Jónsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar, var auðmjúkur er hann kom í viðtal strax eftir leik. „Ég vil byrja á því að óska Njarðvíkingum til hamingju. Þeir voru vel studdir af áhorfendum sínum í kvöld og sýndu í raun hversu megnugir þeir eru en þeir voru miklu ákveðnari í sínum aðgerðum. Þeir pökkuðu okkur saman í fráköstum og þeir áttu sigurinn fyllilega vel skilið.“ „Þeim langaði þetta meira. Þeir voru að fara með okkur undir körfuna og hrifsuðu svo öll fráköst.“ Þór var þremur stigum yfir í hálfleik en tapa seinni hálfleiknum með 18 stigum, Lárus var því spurður út í dapra frammistöðu Þórs í seinni hálfleik. „Við spiluðum vel seinni partinn af öðrum leikhluta, þá kikkaði sóknarleikurinn okkar inn og við spiluðum nokkuð vel þá en allan seinni hálfleikinn þá hittum við alveg rosalega illa. Við vorum nánast að skapa okkur fleiri færi í seinni hálfleik en í fyrri en við bara hittum ekki,“ svaraði Lárus. Vegna framlengingar í leik Tindastóls og Stjörnunnar var ekki ljóst hvort Þór Þorlákshöfn myndi fá Tindastól eða Þór Akureyri í fyrstu viðureign í úrslitakeppninni þegar viðtalið við Lárus var tekið, Lárus var því spurður að því hvort hann hefði einhverja óska mótherja í fyrstu viðureign úrslitakeppnirnar. „Er ekki skrifað í skýin að við fáum Stólana?“ spurði Lárus á móti áður en hann bætti við „við erum samt tilbúnir í hvað sem er.“ Tindastóll tapaði fyrir Stjörnunni í framlengingu og því er ljóst að Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri munu etja kappi í 8 liða úrslitunum í ár.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti