Samfélag jafnra tækifæra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. maí 2021 11:01 Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun