Samfélag jafnra tækifæra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. maí 2021 11:01 Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Vorið er tími tímamóta í lífi þeirra ungmenna sem nú munu útskrifast úr framhaldsskóla. Flest horfa þau með tilhlökkun til framtíðarinnar. Næstu skrefa. Mörg hver hafa þegar undirbúið það sem koma skal og tekið stórar ákvarðanir. Sum stefna á háskólanám. Önnur eru í iðnnámi eða stefna þangað. Enn önnur hafa ákveðið að fljúga á vit ævintýranna til að læra eða starfa í öðru landi og stækka sig með þess konar reynslu. Sum ungmenni hafa tekið ákvörðun um að bíða með frekara nám og ætla að reyna sig á vinnumarkaðnum. Fötluð ungmenni og tækifærin Fyrir skömmu hitti ég ungmenni sem er að fara að útskrifast og því í þeirri stöðu að ákveða hver næstu skref eftir framhaldsskóla verða. Því miður svífur ekki yfir eftirvænting eða gleði yfir tækifærunum sem bíða handan við hornið. Þess í stað er ríkjandi kvíði, óöryggi og óvissa um hvað verða vill. Það sem aðskilur þetta ungmenni frá hinum sem eru að fara að útskrifast er fötlun. Þess vegna eru næstu skref svona óljós. Þess vegna blasa nú við alls konar hindranir sem því fylgja að standa ekki jafnfætis ófötluðum. Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð tækifæri til náms. Tækifærin eru svo fá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar. Háskóli Íslands býður upp á tveggja ára diplómanám fyrir afar fámennan hóp og er námið eingöngu á einu sviði. Myndlistaskólinn býður upp á eitt ár. Annað sem býðst eru stök námskeið sem fara mögulega fram þrisvar í viku, 1-2 klukkustundir í hvert skipti á vegum annarra fræðslustofnana. Þessum hópi býðst því ekki að velja úr fjölbreyttum möguleikum eftir styrkleika og áhugasviði hvers og eins, líkt og öðrum ungmennum. Skert lífsgæði mannana verk Raunveruleikinn sem blasir við eru skert lífsgæði þessa hóps framhaldsnema. Tækifærin eru takmörkuð og býðst fáum. Sum þeirra hafast ekkert við í einhvern tíma, því þeim býðst ekkert nám. Þá standa þau frammi fyrir því að sitja eftir heima á sama tíma og önnur ungmenni halda áfram að takast á við áskoranir lífsins og öðlast frekari þroska og færni til þátttöku í samfélaginu. Við vitum öll hvaða áhrif það hefur að hafa ekkert fyrir stafni, sjá engan tilgang eða finna ekki fyrir því að samfélagið þurfi yfirleitt á manni að halda. Hér blasir því við veruleiki ójöfnuðar, brot á réttindum ungs fatlaðs fólks og á sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til náms sem við höfum samþykkt sem þjóð að fara eftir. En þar kemur m.a. fram í 24. gr. samningsins: „Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Í því skyni að þessi réttur verði að veruleika án mismununar og þar sem allir hafa jöfn tækifæri skulu aðildarríkin koma á menntakerfi án aðgreiningar á öllum skólastigum og námi alla ævi.” Gerum það sem við segjumst ætla að gera Við sem viljum réttlátt samfélag teljum ekki bara mikilvægt að skapa tækifæri fyrir alla. Það er einfaldlega forgangsmál og skylda okkar. Öllum ungmennum sem standa á þessum merku tímamótum að útskrifast, standa við dyr næstu ævintýra, á að bjóðast fjölbreytt tækifæri til frekara náms. Það er rétt fyrir okkur sem samfélag að bjóða upp á þau tækifæri og við höfum þegar samþykkt að þau eigi að vera til staðar. Lögum samkvæmt er það réttur allra að hafa tækifæri til náms á öllum skólastigum. Það gengur það ekki upp að þau tækifæri séu bara fyrir suma. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ og Oddviti Garðabæjarlistans.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun