Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 11:25 Umfang gróðureldsins í Heiðmörk þriðjudaginn 4. maí 2021. Skógræktarfélag Reykjavíkur Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku. Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku.
Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59
Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44
Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54