Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 11:25 Umfang gróðureldsins í Heiðmörk þriðjudaginn 4. maí 2021. Skógræktarfélag Reykjavíkur Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku. Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku.
Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59
Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44
Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54