Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur átt töluvert erfitt uppdráttar á Alþingi frá því það var fyrst lagt fram á kjörtímabilinu. Í fyrra var síðan ákveðið að styrkja einkarekna fjölmiðla sérstaklega vegna covid faraldursins og var þá tekið mið af frumvarpinu hvað heildarupphæð varðaði eða 400 miljlónir króna.
Frumvarpið var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd til annarrar umræðu með nefndarálitum bæði meiri- og minnihluta í gær og var á dagskrá þingfundar í gær en var síðan tekið af dagskránni.

Páll Magnússon formaður nefndarinnar segir málið þó ekki hafa verið kallað til baka til nefndarinnar.
„Það komu upp álitaefni varðandi gildistíma frumvarpsins. Þess vegna ákváðum við að fresta umræðunni sem hefði átt að fara fram í gær og fara aðeins yfir það mál. Ég reikna með að það komi niðurstaða í það mál á morgun,“ segir Páll.
Það er ekkert launungarmál að töluverð andstaða hefur verið við frumvarpið hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Páll segir ekki ágreining um hvort um verði að ræða einskiptisaðgerð eða ekki. Það sé heldur ekki ágreiningur um gildistíma laganna heldur álitaefni um hvað orðalagið varðandi hann þýði.
Hvers vegna hefur þetta mál velkst svona lengi í þinginu. Hvers vegna er þetta svona erfitt?
„Þetta er bara viðkvæmt mál sem tekur á nokkrum grundvallaratriðum. Eins og til dæmis þvíhvort ríkið eigi aðstíga með beinum hætti á fjárlögum til aðstoðar viðfyrirtæki í einkarekstri. Þannig að þaðer eðlilegt að þetta taki langan tíma og kosti svolitla yfirlegu. En ég geri ráð fyrir þvíað við ljúkum þessu máli ánæstu dögum eða vikum og lögin taki gildi fyrir þinglok núna í vor,“ segir Páll.
Þá sé einnig verið að ræða aðra hluti sem snerti rekstrarvanda einkarekinna miðla á Íslandi.
„Þar með taliðskattleysi útlendra samfélagsmiðla á Íslandi. Sem eru farnir aðtaka til sín sístækkandi hluta af íslenskri auglýsingaköku án þess aðþurfa að standa skil áeinu eða neinu hérna áÍslandi. Þannig aðþað kemur inn íþetta mál líka. Þetta mál er flókiðog viðkvæmt en ég geri ráð fyrir að viðljúkum þvíinnan tíðar,“ segir Páll Magnússon.