Viðurkennir að hafa sett meira púður í að ráða hæfa þjálfara fyrir stráka en stelpur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 11:01 Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi um framtíð kvennahandboltans á Íslandi við þau Írisi Ástu Pétursdóttur og Arnar Pétursson. stöð 2 sport Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, viðurkennir að hafa lagt meiri áherslu á að hafa ráðið færa þjálfara fyrir yngri flokka karla en kvenna þegar hann var yfir handboltamálum hjá ÍBV. Arnar og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu við Svövu Kristínu Grétarsdóttur um framtíð kvennahandboltans á Íslandi í sérstökum aukaþætti af Seinni bylgjunni. Arnar segir að það þurfi að gefa í þegar kemur að þjálfun yngri flokka kvenna og viðurkennir að hafa sjálfur sett meira púður í að ráða hæfustu þjálfarana til strákaflokkana. „Ég þekki það bara frá sjálfum mér. Þegar ég var hjá ÍBV lagði ég áherslu, þegar ég var að ráða þjálfara fyrir yngri flokkana, að ráða þá karlamegin,“ sagði Arnar í Seinni bylgjunni. „Við náðum í toppþjálfara fyrir þessa flokka sem við áttum þar. Við fengum Árna Stefánsson til Eyja í tvö ár, son hans Stefán líka, Jakob Lárusson og fleiri góða til að þjálfa þessa strákaárganga sem við ætluðum að fá leikmenn í meistaraflokk úr. Á sama tíma vorum við ekki mikið að spá í hvað var að gerast hinum megin.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um yngri flokka þjálfun Arnar segir nauðsynlegt að fleiri konur inn í starfið hjá íþróttafélögum, hvort sem það er í þjálfun eða stjórn. „Okkar ástríða lá svolítið í því að halda áfram því sem við vorum að gera. Við vorum að spila, svo fórum við að þjálfa og sumir fóru í stjórn. Þar af leiðandi fór ástríðan áfram í það að gera vel. Ég held við verðum að fá fleiri konur inn í þjálfun og starfið, þær sem hafa ástríðu fyrir því sem er verið að gera í yngri flokkunum. Þá mun þetta allt eflast en þetta er bara einn partur,“ sagði Arnar. Horfa má á þáttinn í heild sinni inni á Stöð 2+. Jafnréttismál ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Arnar og Íris Ásta Pétursdóttir ræddu við Svövu Kristínu Grétarsdóttur um framtíð kvennahandboltans á Íslandi í sérstökum aukaþætti af Seinni bylgjunni. Arnar segir að það þurfi að gefa í þegar kemur að þjálfun yngri flokka kvenna og viðurkennir að hafa sjálfur sett meira púður í að ráða hæfustu þjálfarana til strákaflokkana. „Ég þekki það bara frá sjálfum mér. Þegar ég var hjá ÍBV lagði ég áherslu, þegar ég var að ráða þjálfara fyrir yngri flokkana, að ráða þá karlamegin,“ sagði Arnar í Seinni bylgjunni. „Við náðum í toppþjálfara fyrir þessa flokka sem við áttum þar. Við fengum Árna Stefánsson til Eyja í tvö ár, son hans Stefán líka, Jakob Lárusson og fleiri góða til að þjálfa þessa strákaárganga sem við ætluðum að fá leikmenn í meistaraflokk úr. Á sama tíma vorum við ekki mikið að spá í hvað var að gerast hinum megin.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um yngri flokka þjálfun Arnar segir nauðsynlegt að fleiri konur inn í starfið hjá íþróttafélögum, hvort sem það er í þjálfun eða stjórn. „Okkar ástríða lá svolítið í því að halda áfram því sem við vorum að gera. Við vorum að spila, svo fórum við að þjálfa og sumir fóru í stjórn. Þar af leiðandi fór ástríðan áfram í það að gera vel. Ég held við verðum að fá fleiri konur inn í þjálfun og starfið, þær sem hafa ástríðu fyrir því sem er verið að gera í yngri flokkunum. Þá mun þetta allt eflast en þetta er bara einn partur,“ sagði Arnar. Horfa má á þáttinn í heild sinni inni á Stöð 2+.
Jafnréttismál ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira