Leiknum lauk með markalausu jafntefli en í fyrri hálfleik vildi íslenski landsliðsmaðurinn fá vítaspyrnu.
Hann var tekinn í viðtal í hálfleik og sagði þar að dómarinn þyrfti að fara stíga upp. Atvikið má sjá hér að neðan.
Kolbeinn Sigþórsson: "Klar straff, domaren måste höja nivån lite"
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) May 12, 2021
Kalmar FF - IFK Göteborg just nu på discovery+ pic.twitter.com/Am4PuCruK1
Kolbeinn spilaði allan leikinn í liði Gautaborgar sem er með sjö stig eftir sex leiki.
Valgeir Lunddal Friðriksson var ónotaður varamaður í 3-2 tapi Hacken gegn Örebro á heimavelli.
Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt hefja titilvörnina í Noregi á tveimur sigrum en þeir unnu 2-0 sigur á Kristiansund í kvöld.
Kampen er slutt. Glimt stikker av med en 0-2 seier på en variabel dag mot en tøff motstander. Nå er alt fokus på RBK 16. mai 🇳🇴⚽️ pic.twitter.com/WnYW6meA7F
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) May 12, 2021
Alfons spilaði allan leikinn fyrir Bodo en Brynjólfur Darri Willumsson síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Kristiansund sem er án stiga.
Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn er Vålerenga vann 1-0 sigur á Brann. Vålerenga er með fjögur stig.