Lýsa ofbeldi og lyfjaþvingunum á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2021 21:24 Öryggis- og réttargeðdeildirnar eru staðsettar á Kleppi. Vísir/vilhelm Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum og lýsa meðal annars ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV og sagt að ábendingum til Geðhjálpar um misbrest í þjónustu og aðbúnaði fólks á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans hafi fjölgað eftir umfjöllun um vistheimilið Arnarholt. Tók Geðhjálp saman greinargerð byggða á frásögnunum í samvinnu við minnst átta fyrrverandi og núverandi starfsmenn á deildunum tveimur og sendi landlæknisembættinu. Báðar deildirnar eru staðsettar á Kleppi og eru sjúklingar sem þar dvelja ekki frjálsir ferða sinna. Læstir inni svo dögum skiptir Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og hefur Landspítalinn tekið viðtöl við fjölda starfsmanna. Að mati Geðhjálpar geta mörg þeirra atvika sem lýst er í greinargerð samtakanna varðað við lög, meðal annars lög um réttindi sjúklinga og lögræðislög þar sem fjallað er um þvingaða lyfjagjöf. Þá kemur fram í frétt RÚV að starfsmenn lýsi að því er virðist ítrekuðum brotum á réttindum sjúklinga sem séu beittir þvingunum og refsingum sem brjóti gegn ákvæði lögræðislaga um þvingaða meðferð. Segir í lýsingunum að sjúklingar hafi verið læstir á gangavist, nauðungarsprautaðir og eftir atvikum læstir inni á öryggisherbergi svo dögum skiptir ef þeir brutu reglur deildanna. Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira
Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV og sagt að ábendingum til Geðhjálpar um misbrest í þjónustu og aðbúnaði fólks á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans hafi fjölgað eftir umfjöllun um vistheimilið Arnarholt. Tók Geðhjálp saman greinargerð byggða á frásögnunum í samvinnu við minnst átta fyrrverandi og núverandi starfsmenn á deildunum tveimur og sendi landlæknisembættinu. Báðar deildirnar eru staðsettar á Kleppi og eru sjúklingar sem þar dvelja ekki frjálsir ferða sinna. Læstir inni svo dögum skiptir Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og hefur Landspítalinn tekið viðtöl við fjölda starfsmanna. Að mati Geðhjálpar geta mörg þeirra atvika sem lýst er í greinargerð samtakanna varðað við lög, meðal annars lög um réttindi sjúklinga og lögræðislög þar sem fjallað er um þvingaða lyfjagjöf. Þá kemur fram í frétt RÚV að starfsmenn lýsi að því er virðist ítrekuðum brotum á réttindum sjúklinga sem séu beittir þvingunum og refsingum sem brjóti gegn ákvæði lögræðislaga um þvingaða meðferð. Segir í lýsingunum að sjúklingar hafi verið læstir á gangavist, nauðungarsprautaðir og eftir atvikum læstir inni á öryggisherbergi svo dögum skiptir ef þeir brutu reglur deildanna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sjá meira