Þrjátíu gráir skuggar... Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. maí 2021 07:01 Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Portúgal Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun