Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 13:42 Konur að vinnu á akri nærri Mekelle, höfuðborg Tigray. Vitni segja þúsundum kvenna hafa verið nauðgað og nauðgunum sé beint með markvissum hætti. AP/Ben Curtis Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.
Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira