Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2021 12:36 Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“ Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira