Fyrri hálfleikur langbesta frammistaða Víkings undir minni stjórn Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2021 21:33 Arnar Gunnlaugsson og hans menn hafa byrjað tímabilið afar vel. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson var skiljanlega kampakátur eftir að hafa stýrt Víkingum upp í toppsæti Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta með frábærum 3-0 sigri gegn Breiðabliki. Breiðablik skapaði sér ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik en Víkingar hefðu getað skorað fleiri mörk en það sem Pablo Punyed gerði eftir frábæra sókn þeirra. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og lagði grunninn að þessum sigri. Þetta var „by far“ besta frammistaðan undir minni stjórn, þessi fyrri hálfleikur. Við höfðum svo góða stjórn og það er sama hvar drepið er niður. Varnarleikurinn, upphlaupin og markið var ekki af verri gerðinni,“ sagði Arnar. Víkingar eru nú með 10 stig eftir fjóra leiki og hafa heldur betur farið vel af stað, eins og þeir vildu gera í fyrra þegar þeir settu markið mjög hátt fyrir mót en enduðu aðeins í 10. sæti: „Við vorum ekkert hræðilegir í fyrra en það gekk ekkert upp einhvern veginn og við gáfumst of fljótt upp. En þessi leikur er yndislegur og gefur þér önnur tækifæri og við erum búnir að nýta veturinn vel, mæta sterkir til leiks og þetta var hörkuleikur í dag. 3-0 en Blikar eru rosalega vel spilandi lið og við þurftum allir sem einn að eiga toppleik í dag til að vinna í dag,“ sagði Arnar. Vissi að Kwame væri með blóð á tönnunum „Við ætluðum að pressa hátt en þeir stundum leysa það mjög vel. En við vorum mjög þéttir til baka og fljótir að skila okkur í stöðu, og gríðarlega fljótir að stíga fram á nýjan leik. Mér fannst það vera lykillinn gegn Blikum. Að gefa þeim ekki mikinn tíma með boltann,“ sagði Arnar. Kwame Quee lék sinn fyrsta leik í sumar en hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, eftir að hafa fengið félagaskipti sín frá Breiðabliki staðfest á miðvikudaginn. Hann innsiglaði sigur Víkinga með marki í blálokin: „Hann er búinn að vera í sóttkví karlgreyið og það er nú ákveðið mannréttindabrot að hann hafi ekki fengið að spila fyrir okkur fyrr. En þegar þú spilar gegn gömlu félögunum, sem þú ferð ósáttur frá af því að þú spilaðir ekki mikið, þá ertu með blóð á tönnunum og vilt sýna hvað þú getur. Ég fann að hann var tilbúinn í að mæta inn á og gera sitt besta,“ sagði Arnar og bætti við: „Gaurinn er bara búinn að æfa með okkur í korter en ég þekki það sjálfur að þegar maður spilar á móti gömlum félögum þá er eitthvað extra sem maður vill sýna.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Breiðablik skapaði sér ekki eitt einasta færi í fyrri hálfleik en Víkingar hefðu getað skorað fleiri mörk en það sem Pablo Punyed gerði eftir frábæra sókn þeirra. „Fyrri hálfleikurinn var frábær af okkar hálfu og lagði grunninn að þessum sigri. Þetta var „by far“ besta frammistaðan undir minni stjórn, þessi fyrri hálfleikur. Við höfðum svo góða stjórn og það er sama hvar drepið er niður. Varnarleikurinn, upphlaupin og markið var ekki af verri gerðinni,“ sagði Arnar. Víkingar eru nú með 10 stig eftir fjóra leiki og hafa heldur betur farið vel af stað, eins og þeir vildu gera í fyrra þegar þeir settu markið mjög hátt fyrir mót en enduðu aðeins í 10. sæti: „Við vorum ekkert hræðilegir í fyrra en það gekk ekkert upp einhvern veginn og við gáfumst of fljótt upp. En þessi leikur er yndislegur og gefur þér önnur tækifæri og við erum búnir að nýta veturinn vel, mæta sterkir til leiks og þetta var hörkuleikur í dag. 3-0 en Blikar eru rosalega vel spilandi lið og við þurftum allir sem einn að eiga toppleik í dag til að vinna í dag,“ sagði Arnar. Vissi að Kwame væri með blóð á tönnunum „Við ætluðum að pressa hátt en þeir stundum leysa það mjög vel. En við vorum mjög þéttir til baka og fljótir að skila okkur í stöðu, og gríðarlega fljótir að stíga fram á nýjan leik. Mér fannst það vera lykillinn gegn Blikum. Að gefa þeim ekki mikinn tíma með boltann,“ sagði Arnar. Kwame Quee lék sinn fyrsta leik í sumar en hann kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks, eftir að hafa fengið félagaskipti sín frá Breiðabliki staðfest á miðvikudaginn. Hann innsiglaði sigur Víkinga með marki í blálokin: „Hann er búinn að vera í sóttkví karlgreyið og það er nú ákveðið mannréttindabrot að hann hafi ekki fengið að spila fyrir okkur fyrr. En þegar þú spilar gegn gömlu félögunum, sem þú ferð ósáttur frá af því að þú spilaðir ekki mikið, þá ertu með blóð á tönnunum og vilt sýna hvað þú getur. Ég fann að hann var tilbúinn í að mæta inn á og gera sitt besta,“ sagði Arnar og bætti við: „Gaurinn er bara búinn að æfa með okkur í korter en ég þekki það sjálfur að þegar maður spilar á móti gömlum félögum þá er eitthvað extra sem maður vill sýna.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira