Þingmenn þungt hugsi eftir umfjöllun Kompáss: „Vægast sagt sláandi“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. maí 2021 16:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði sláandi til þess að vita að lögregla hafi hvorki haft tíma né mannafla til að fylgja eftir manni vopnuðum skammbyssu sem hann notaði um þremur vikum síðar til að myrða mann í Rauðagerði í febrúar. Vísir/Vilhelm Þingmönnum var mörgum hverjum mikið niðri fyrir þegar skipulögð glæpastarfsemi var rædd á þinginu í dag. Upphafsmaður umræðunnar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem telur ástæðu til að óttast að Íslendingar séu að missa tökin á skipulagðri glæpastarfsemi. „Umfang skipulagðrar glæpastarfsemi er þegar orðið umtalsvert á Íslandi. Íslensk stjórnvöld verða að bregðast við með afgerandi hætti, veita lögreglunni þau úrræði sem hún þarf á að halda. Við megum ekki við því að gera ástandið verra með breytingum sem auðvelda skipulagða glæpastarfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Hann telur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, á borð við frumvarp um um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á á hælisleitendakerfinu, gangi þvert á það sem önnur Norðurlönd eru að gera til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað af glæpagengjum. „Hér verður misnotkun kerfisins gerð enn meira aðlaðandi. Það verður auðveldara að tæla fólk hingað, selja því aðgang að kerfinu. Þessar breytingar ríkisstjórnarinnar eru gjöf til glæpagengja sem munu eiga auðveldara með að selja fíkniefnin og lögreglan erfiðara með að grípa inn í,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hægt er að sjá fyrri umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi hér: Í skötulíki Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði umræðuna um skipulagða glæpastarfsemi ágæta en taldi útgangspunkta Sigmundar Davíðs sérstaka. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala beindi orðum sínum að þeim aðbúnaði sem ríkisstjórnin býr eftirlitsstofnunum, lögreglu og skattrannsóknastjóra. „Af því það kom fram í mögnuðum þáttum um daginn, Kompásþáttum, að þeir sem best þekkja í þessum málaflokkum og starfa á þessum vettvangi segja að fjármagn, mannafli, aðbúnaður sem ríkisstjórn Íslands færi lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum, sé í skötulíki, því miður,“ sagði Helga Vala. Hún benti á að auknar fjárveitingar stjórnvalda til lögreglunnar dugi ekki til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar, hvað þá að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum enn þá á þeim stað að það eru jafn margir lögreglumenn á Íslandi í dag og 2007, það eru nú öll ósköpin,“ sagði Helga Vala. Ekki hægt að stöðva mann með skammbyssu? Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, vitnaði einnig í umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi og þann anga umfjöllunarinnar sem tók á Rauðagerðismálinu. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Rifjaði Guðmundur Ingi upp að lögregla hefði haft vitneskju um að maðurinn, sem gengist hefur við því að hafa myrt Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar, hefði verið vopnaður skammbyssu um þremur vikum fyrir morðið. Lögregla hafi borið við að hún hefði hvorki haft tíma né mannafla til að fylgja málinu betur eftir. „Þetta er vægast sagt sláandi. Hvað er að í okkar samfélagi ef við getum ekki einu sinni séð til þess, þegar vitað er um mann á ferð með skammbyssu, að hægt sé að stöðva hann? Það segir okkur að það vantar fleiri lögreglumenn. Ég sá í nýlegri skýrslu að til þess að ná viðunandi fjölda lögreglumanna á Íslandi þyrfti sennilega að bæta við 180 lögreglumönnum hér á landi,“ sagði Guðmundur Ingi. Veruleiki sem eigi ekki að koma á óvart Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, sagði að morðinu hefði verið lýst sem aftöku í fjölmiðlum, og vitnaði þar í orð Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, en hún lét þau falla í viðtali við Kompás. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Gauti sagði að svo virtist vera sem þetta hefði verið einhverskonar uppgjör glæpahópa. Þjóðin hafi vaknað upp við nýjan veruleika sunnudagsmorguninn 14. febrúar en Karl Gauti vildi meina að þetta hefði ekki átt að koma fólki svo mikið á óvart. Hann sagði greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafa bent á þessa hættu í skýrslu eftir skýrslu. Karl Gauti sagði þætti Kompáss um málefnið hafa verið afar fróðlega þar sem kom fram að aukin harka hefði færst í undirheimana á Íslandi. Tug milljarða viðskipti væru stunduð með fíkniefni og að tryggingasvik væri orðin þaulskipulögð. Hann sagði viðbrögð hafa skellt við skolleyrum þegar varað hefði verið þessari hættu undanfarin ár. Hægt er að sjá seinni hluta Kompás um skipulagða glæpastarfsemi hér þar sem rætt er við Þórönnu Helgu: Fjöldi aðgerða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði mjög skýra forgangsröðun hjá henni, ráðuneytinu og lögreglunni í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hún sagði ríkisstjórnina hafa aukið fjármuni til lögreglunnar á nokkrum árum úr 14 milljörðum í 17 milljarða. Áslaug benti á að embætti Ríkislögreglustjóra hefði komið með ábendingar um að breyta reglugerð um rannsókn sakamála þannig að unnt verður að beita aðferðum á fyrri stigum rannsókna sem geti verið afar mikilvægt í rannsóknum sem varða skipulagða brotastarfsemi. Hún nefndi einnig fjölda frumvarpa sem samþykkt hafa verið á Alþingi og nefndi þar lög sem varða peningaþvætti, mansal og framsal sakamanna. Áslaug sagði kapp lagt á að bæta stöðu lögreglunnar svo hún hafi áfram þá burði og þann búnað sem þarf til að sinna þessum málum. Kompás Alþingi Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Umfang skipulagðrar glæpastarfsemi er þegar orðið umtalsvert á Íslandi. Íslensk stjórnvöld verða að bregðast við með afgerandi hætti, veita lögreglunni þau úrræði sem hún þarf á að halda. Við megum ekki við því að gera ástandið verra með breytingum sem auðvelda skipulagða glæpastarfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Hann telur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, á borð við frumvarp um um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á á hælisleitendakerfinu, gangi þvert á það sem önnur Norðurlönd eru að gera til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað af glæpagengjum. „Hér verður misnotkun kerfisins gerð enn meira aðlaðandi. Það verður auðveldara að tæla fólk hingað, selja því aðgang að kerfinu. Þessar breytingar ríkisstjórnarinnar eru gjöf til glæpagengja sem munu eiga auðveldara með að selja fíkniefnin og lögreglan erfiðara með að grípa inn í,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hægt er að sjá fyrri umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi hér: Í skötulíki Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði umræðuna um skipulagða glæpastarfsemi ágæta en taldi útgangspunkta Sigmundar Davíðs sérstaka. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala beindi orðum sínum að þeim aðbúnaði sem ríkisstjórnin býr eftirlitsstofnunum, lögreglu og skattrannsóknastjóra. „Af því það kom fram í mögnuðum þáttum um daginn, Kompásþáttum, að þeir sem best þekkja í þessum málaflokkum og starfa á þessum vettvangi segja að fjármagn, mannafli, aðbúnaður sem ríkisstjórn Íslands færi lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum, sé í skötulíki, því miður,“ sagði Helga Vala. Hún benti á að auknar fjárveitingar stjórnvalda til lögreglunnar dugi ekki til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar, hvað þá að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum enn þá á þeim stað að það eru jafn margir lögreglumenn á Íslandi í dag og 2007, það eru nú öll ósköpin,“ sagði Helga Vala. Ekki hægt að stöðva mann með skammbyssu? Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, vitnaði einnig í umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi og þann anga umfjöllunarinnar sem tók á Rauðagerðismálinu. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Rifjaði Guðmundur Ingi upp að lögregla hefði haft vitneskju um að maðurinn, sem gengist hefur við því að hafa myrt Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar, hefði verið vopnaður skammbyssu um þremur vikum fyrir morðið. Lögregla hafi borið við að hún hefði hvorki haft tíma né mannafla til að fylgja málinu betur eftir. „Þetta er vægast sagt sláandi. Hvað er að í okkar samfélagi ef við getum ekki einu sinni séð til þess, þegar vitað er um mann á ferð með skammbyssu, að hægt sé að stöðva hann? Það segir okkur að það vantar fleiri lögreglumenn. Ég sá í nýlegri skýrslu að til þess að ná viðunandi fjölda lögreglumanna á Íslandi þyrfti sennilega að bæta við 180 lögreglumönnum hér á landi,“ sagði Guðmundur Ingi. Veruleiki sem eigi ekki að koma á óvart Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, sagði að morðinu hefði verið lýst sem aftöku í fjölmiðlum, og vitnaði þar í orð Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, en hún lét þau falla í viðtali við Kompás. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Gauti sagði að svo virtist vera sem þetta hefði verið einhverskonar uppgjör glæpahópa. Þjóðin hafi vaknað upp við nýjan veruleika sunnudagsmorguninn 14. febrúar en Karl Gauti vildi meina að þetta hefði ekki átt að koma fólki svo mikið á óvart. Hann sagði greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafa bent á þessa hættu í skýrslu eftir skýrslu. Karl Gauti sagði þætti Kompáss um málefnið hafa verið afar fróðlega þar sem kom fram að aukin harka hefði færst í undirheimana á Íslandi. Tug milljarða viðskipti væru stunduð með fíkniefni og að tryggingasvik væri orðin þaulskipulögð. Hann sagði viðbrögð hafa skellt við skolleyrum þegar varað hefði verið þessari hættu undanfarin ár. Hægt er að sjá seinni hluta Kompás um skipulagða glæpastarfsemi hér þar sem rætt er við Þórönnu Helgu: Fjöldi aðgerða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði mjög skýra forgangsröðun hjá henni, ráðuneytinu og lögreglunni í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hún sagði ríkisstjórnina hafa aukið fjármuni til lögreglunnar á nokkrum árum úr 14 milljörðum í 17 milljarða. Áslaug benti á að embætti Ríkislögreglustjóra hefði komið með ábendingar um að breyta reglugerð um rannsókn sakamála þannig að unnt verður að beita aðferðum á fyrri stigum rannsókna sem geti verið afar mikilvægt í rannsóknum sem varða skipulagða brotastarfsemi. Hún nefndi einnig fjölda frumvarpa sem samþykkt hafa verið á Alþingi og nefndi þar lög sem varða peningaþvætti, mansal og framsal sakamanna. Áslaug sagði kapp lagt á að bæta stöðu lögreglunnar svo hún hafi áfram þá burði og þann búnað sem þarf til að sinna þessum málum.
Kompás Alþingi Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01