„Það er alveg magnað hvað enginn kippir sér upp við það að 6 ára barn segist vilja deyja” Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 19. maí 2021 11:30 Þessi fyrirsögn er brot úr umræðu á fésbókarsíðunni ”Sagan okkar” þar sem fólki gefst tækifæri til þess að segja frá sinni reynslu úr skólakerfinu. Þetta var svar einstaklings við sögu foreldris sem segir: „Barnið var 6 ára þegar það sagðist fyrst vilja deyja. Enn í dag fáum við að heyra að barnið sé rosa glatt og duglegt í skólanum og þarf lítið að hafa fyrir því en svo kemur sama barn heim reitt og æst, missir stjórn á sér því úthaldið er bara alveg búið og talar mikið um að vilja deyja og óskar þess að vera ekki til.” Því miður er þetta algeng líðan barna með sérþarfir: „Það kom að því að barnið var búið á því. Vildi taka sitt eigið líf og endaði í bráðainnlögn á BUGL. Það var samt ekki nóg til að fá viðeigandi aðstoð í skólanum” „Kvíðinn byrjar að láta á sér kræla strax á sunnudagsmorgni og magnast bara upp eftir því sem líður á daginn, þar til þetta síðasta fríkvöld endar í drama og látum. "Það hlustar enginn á mig þar." "Þeim er alveg sama um krakkana." "Mig langar að deyja." Hún er 9 ára.” „Ég á barn sem óskaði sér þess að deyja þegar það var í fyrsta bekk. Ég tók hann úr skólanum þar sem skilningsleysið var algert á þeim tíma” Á mörgum heimilum snúast sunnudagarnir um að hughreysta barn sem grætur stjórnlaust af ótta og kvíða við næstu skólaviku: „Barnið okkar er svo brotið eftir skóla án aðgreiningar. Situr inn í bekk með enga aðstoð og hlustar á tónlist í símanum, kemur engu i verk og er með svo mikinn kvíða að suma sunnudaga grætur það bara.” „Nú er sunnudagskvöld og dóttir mín liggur uppi í rúmi með móður sinni. Það er komið að henni að taka við holskeflunni. Dóttur mína langar ekki í skólann, svo hún öskrar og rökræðir og reynir að semja. Ef hún sofnar fyrir 11 í kvöld er það vel sloppið. Eftir miðnætti er ekkert ólíklegt. Bara venjulegt sunnudagskvöld hér” Vonleysið og varnarleysið í kringum þessi börn er algjört: „Var brugðið á það ráð að taka hana með valdi úr bílnum af kennaranum hennar, og hún var sturluð af hræðslu, grét og náði ekki andanum” „Úrræði voru engin. Engin þekking til að hjálpa barninu...engin ráð nema að okkur var sagt að láta barnið mæta í skólann. Með valdi. Það er skólaskylda.” Fyrir börn í þessari stöðu er ekkert annað í boði en að þrauka: „Í efri bekkjum grunnskóla fékk hann kennara sem sagði okkur hreinlega að hann hefði því miður ekki nægan tíma fyrir hann og að honum þætti það mjög leitt. Það er samt hrikalegt að þurfa að segja við barnið sitt að það þurfi bara að þrauka grunnskólann (10ár!)” Vanræksla vegna þekkingarleysis á sér ýmsar birtingarmyndir innan skólakerfisins: „átti leið framhjá skóla barnsins á sama tíma og frímínútur voru. Fann barnið hágrátandi á sokkunum, í kuldabuxum (komið fram í nóvember) í engri úlpu, við hurðina að þeirra stofum. Kom í ljós að þetta var víst reglulegur viðburður, að barninu var líkamlega hent út, óklæddu og hágrátandi, því það var of lengi að klæða sig. Það réði ekki við lætin í 40+ börnum í mjög litlu rými og náði því ekki að klæða sig. Stuðningsfulltrúinn sem þurfti að mæta út í gæslu og hafði ekki tíma og kunnáttu til að sinna barninu, henti því þá bara út í því ástandi sem það var” Í gær fékk ég svo símtal þar sem mér var sagt frá barni sem hefur verið einangrað frá öðrum börnum í allan vetur vegna þess að það missir stjórn á sér í erfiðum aðstæðum. Þetta eru úrræði starfsfólksins sem hefur ekki fagþekkinguna til þess að mæta barninu. Barnið er haft eins og „fangi í einangrun” alla daga. Hvað ætli þurfi mikið að ganga á svo samfélagið vakni? Á bak við allar þessar sögur eru litlir sprellifandi einstaklingar sem þrá ekkert annað en frið í litla hjartað sitt. Þeir óska þess að vera hluti af samfélaginu og fá að tilheyra. En það er ekki rými. Það er ekki rými fyrir þá sem passa ekki inn í kassann og kassinn byrjar að skemma sjálfsmynd litlu einstaklinganna. Litlu einstaklingarnir fara að óska sér þess að veröld þeirra minnki. Að veröldin innihaldi einungis nánasta fólkið þeirra. Fólkið sem stendur þétt við bakið á þeim, kemur til móts við þarfir þeirra og elskar þá eins og þeir eru. Þessi börn eru annars dásamleg. Þau eru frjó í hugsun og með mikinn drifkraft. Þetta eru iðulega mjög skapandi einstkalingar sem geta skarað langt fram úr í lífinu ef þeir fá það utanumhald sem þeir þurfa fyrstu árin. Þetta eru einstaklingar sem eru sérfræðingar í að hugsa út fyrir þennan kassa sem samfélagið reynir að troða þeim í. Þetta eru einstaklingar sem samfélagið þarf raunverulega á að halda. Hvernig væri að við hugsuðum betur um þessa litlu einstaklinga? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er brot úr umræðu á fésbókarsíðunni ”Sagan okkar” þar sem fólki gefst tækifæri til þess að segja frá sinni reynslu úr skólakerfinu. Þetta var svar einstaklings við sögu foreldris sem segir: „Barnið var 6 ára þegar það sagðist fyrst vilja deyja. Enn í dag fáum við að heyra að barnið sé rosa glatt og duglegt í skólanum og þarf lítið að hafa fyrir því en svo kemur sama barn heim reitt og æst, missir stjórn á sér því úthaldið er bara alveg búið og talar mikið um að vilja deyja og óskar þess að vera ekki til.” Því miður er þetta algeng líðan barna með sérþarfir: „Það kom að því að barnið var búið á því. Vildi taka sitt eigið líf og endaði í bráðainnlögn á BUGL. Það var samt ekki nóg til að fá viðeigandi aðstoð í skólanum” „Kvíðinn byrjar að láta á sér kræla strax á sunnudagsmorgni og magnast bara upp eftir því sem líður á daginn, þar til þetta síðasta fríkvöld endar í drama og látum. "Það hlustar enginn á mig þar." "Þeim er alveg sama um krakkana." "Mig langar að deyja." Hún er 9 ára.” „Ég á barn sem óskaði sér þess að deyja þegar það var í fyrsta bekk. Ég tók hann úr skólanum þar sem skilningsleysið var algert á þeim tíma” Á mörgum heimilum snúast sunnudagarnir um að hughreysta barn sem grætur stjórnlaust af ótta og kvíða við næstu skólaviku: „Barnið okkar er svo brotið eftir skóla án aðgreiningar. Situr inn í bekk með enga aðstoð og hlustar á tónlist í símanum, kemur engu i verk og er með svo mikinn kvíða að suma sunnudaga grætur það bara.” „Nú er sunnudagskvöld og dóttir mín liggur uppi í rúmi með móður sinni. Það er komið að henni að taka við holskeflunni. Dóttur mína langar ekki í skólann, svo hún öskrar og rökræðir og reynir að semja. Ef hún sofnar fyrir 11 í kvöld er það vel sloppið. Eftir miðnætti er ekkert ólíklegt. Bara venjulegt sunnudagskvöld hér” Vonleysið og varnarleysið í kringum þessi börn er algjört: „Var brugðið á það ráð að taka hana með valdi úr bílnum af kennaranum hennar, og hún var sturluð af hræðslu, grét og náði ekki andanum” „Úrræði voru engin. Engin þekking til að hjálpa barninu...engin ráð nema að okkur var sagt að láta barnið mæta í skólann. Með valdi. Það er skólaskylda.” Fyrir börn í þessari stöðu er ekkert annað í boði en að þrauka: „Í efri bekkjum grunnskóla fékk hann kennara sem sagði okkur hreinlega að hann hefði því miður ekki nægan tíma fyrir hann og að honum þætti það mjög leitt. Það er samt hrikalegt að þurfa að segja við barnið sitt að það þurfi bara að þrauka grunnskólann (10ár!)” Vanræksla vegna þekkingarleysis á sér ýmsar birtingarmyndir innan skólakerfisins: „átti leið framhjá skóla barnsins á sama tíma og frímínútur voru. Fann barnið hágrátandi á sokkunum, í kuldabuxum (komið fram í nóvember) í engri úlpu, við hurðina að þeirra stofum. Kom í ljós að þetta var víst reglulegur viðburður, að barninu var líkamlega hent út, óklæddu og hágrátandi, því það var of lengi að klæða sig. Það réði ekki við lætin í 40+ börnum í mjög litlu rými og náði því ekki að klæða sig. Stuðningsfulltrúinn sem þurfti að mæta út í gæslu og hafði ekki tíma og kunnáttu til að sinna barninu, henti því þá bara út í því ástandi sem það var” Í gær fékk ég svo símtal þar sem mér var sagt frá barni sem hefur verið einangrað frá öðrum börnum í allan vetur vegna þess að það missir stjórn á sér í erfiðum aðstæðum. Þetta eru úrræði starfsfólksins sem hefur ekki fagþekkinguna til þess að mæta barninu. Barnið er haft eins og „fangi í einangrun” alla daga. Hvað ætli þurfi mikið að ganga á svo samfélagið vakni? Á bak við allar þessar sögur eru litlir sprellifandi einstaklingar sem þrá ekkert annað en frið í litla hjartað sitt. Þeir óska þess að vera hluti af samfélaginu og fá að tilheyra. En það er ekki rými. Það er ekki rými fyrir þá sem passa ekki inn í kassann og kassinn byrjar að skemma sjálfsmynd litlu einstaklinganna. Litlu einstaklingarnir fara að óska sér þess að veröld þeirra minnki. Að veröldin innihaldi einungis nánasta fólkið þeirra. Fólkið sem stendur þétt við bakið á þeim, kemur til móts við þarfir þeirra og elskar þá eins og þeir eru. Þessi börn eru annars dásamleg. Þau eru frjó í hugsun og með mikinn drifkraft. Þetta eru iðulega mjög skapandi einstkalingar sem geta skarað langt fram úr í lífinu ef þeir fá það utanumhald sem þeir þurfa fyrstu árin. Þetta eru einstaklingar sem eru sérfræðingar í að hugsa út fyrir þennan kassa sem samfélagið reynir að troða þeim í. Þetta eru einstaklingar sem samfélagið þarf raunverulega á að halda. Hvernig væri að við hugsuðum betur um þessa litlu einstaklinga? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar